13.11.2007 | 00:50
Spike Milligan - ljóð
I pulled the plug out
it emptied my face
and drowned my reflection.
I tried mouth to mouth resusticatation
the glass broke
my reflection died
Now there's only one of me.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 00:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2007 | 17:08
Pælingar um húmor
Þessa dagana sit ég í tímum upp í HÍ í gamanleikjum, allt frá forngrískum fram á daginn í dag. Þetta eru skemmtilegir tímar, eins og vænta má, og hafa orðið kveikja af ýmsum pælingum:
Stundum finn ég fyrir spennu þegar einhver byrjar að segja brandara, sérstaklega ef ég er eini áheyrandinn í mesta lagi einn annar. Kannski verður hann ekkert fyndinn, er óorðuð hugsun eða tilfinning. Er ekki viss um að ég kunni að hlæja kurteislega, eða brosa eingöngu með munninum. Spennan stafar líklega af því að þegar búið er að gefa hið félagslega merki um að þetta sé byrjun á brandara, eins og Einu sinni var, markar upphafið af ævintýri, þá er komin ákveðin vænting í gang, ákveðin pressa jafnvel dónalegt að hlæja ekki.
Þá er það sameiginlegt með bröndurum og kynlífi er að tímasetningar skipta miklu máli munurinn er sá að þegar konur segja brandara geta þær líka komið of fljótt.
Kristnir menn á hinum myrku miðöldum bönnuðu hláturinn vegna þess hve þessir hressilegu krampakippir eru holdlegir í eðli sínu. Allt þar til þeir Rabelais og Erasmus leystu hann úr læðingi aftur. Síðan höfum við að mestu leyti fengið frið til að hlæja sem betur fer.
25.10.2007 | 22:18
Af tíu litlum negrastrákum
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2007 kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.10.2007 | 22:16
Meira frá Tbilisi
Næstu tvo daga höldum við sjálfboðaliðanámskeið í miðstöð húmanista á staðnum. Þátttakendur eru á ýmsum aldri, en helmingurinn tengist lögmennsku sem stafar af því að Giorgi er lögfræðingur. Þarna eru þrír laganemar, tveir lögfræðingar, auk Giorgis og einn dómari. Aðrir eru úr ýmsum áttum. Túlkurinn á námskeiðinu er fyrsta flokks ljóðaþýðandi sem kennir auk þess ensku í einum helsta háskóla Tbilisi. Námskeiðið fær góðar viðtökur komin góð reynsla á það búnir að halda það áður á Íslandi, Indlandi og í Kenía. Kvöldunum eftir námskeiðin er varið í gönguferðir um miðbæinn með Giorgi og Nick. Kemistríið í hópnum er frábært og mikið hlegið. Nick kemur á óvart frábærlega vel lesinn í heimsbókmenntunum og stendur hvergi á gati. Giorgi hefur komið nokkuð víða við eftir námið þjónaði hann í hernum og var stuttan tíma í lögreglunni. Skortur hans á feminískri rétthugsun virkar undarlega hressandi, femínisminn hérna heima er stundum eins og jarðsprengjusvæði maður þarf að passa sig svo fjandi vel hvar maður stígur niður. Maður skynjar að undir niðri vill hann vel einhvern veginn á mörkum tveggja heima. Við ræðum ýmis mál, mannréttindamál og helstu átakamál Georgíu. Málefni samkynhneigðra reynt hefur verið að halda Gay Pride en hætt við vegna morðhótana ekki alveg kominn tími á það. Ástandið í Abkhasiu er flókið mál sem brennur á þeim hvernig er hægt að sætta og fyrirgefa?
Við Guinness eigum flug til baka með stuttu millibili. Við sitjum yfir kaffibollum í flugstöðinni með Giorgi og Nick og spjöllum um næstu skref. Eftir þessa fáu daga er allavega eitt víst hingað á ég eftir að koma aftur!
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.9.2007 | 01:27
Nokkrir dagar í Tbilisi
Flugstöðin í Tbilisi er lítil, meira að segja miðað við Keflavík. Nútímaleg glerbygging, eins og höfuð flugu með þúsund augu og þrjá rana sem sjúga inn sveitta og svefnvana ferðalanga. Fyrir framan mig í biðröðinni að vegabréfsskoðuninni er ungt par sem heldur á vegabréfum sem sýna að þau eru frá Georgíu stúlkan brosir innilega til mín eins og hún hafi alltaf þekkt mig. Ég átti eftir að mæta álíka innilegheitum víðar í Tbilisi inni á stórmörkuðum, úti á götu íbúar Georgíu eru ótrúlega hlýlegt fólk. Fyrir utan taka á móti mér Giorgi og Nick, Giorgi er rúmlega þrítugur nokkuð líkur leikaranum Nicolas Cage án hártopps. Nick er ungur, hávaxinn og slánalegur. Við bíðum rúmlega hálftíma eftir Guinness frá Skotlandi sem mætir hálftíma síðar ekki í skotapilsi, þeim félögum til nokkurra vonbrigða.
Við fáum lánaða íbúð í einu úthverfa Tbilisi, í dæmigerðri sovétblokk. Hrörlegur stigangur, lyfta sem virðist vera frá seinni heimstyrjöldinni með myntsjálfssala sem greiða þarf í, kveikja á bakþönkum hefðum við kannski átt að vera á hóteli? Þegar inn í íbúðina kemur hverfa þeir, íbúðin er hin vistlegasta, með parketi og hlýlegum skápum í hnotubrúnum lit. Dyrnar úr rammgerðu stáli, þumlungsþykkar með þremur lásum Giorgi segir okkur að opna ekki fyrir neinum sem spyr ekki um okkur með nafni. Georgíubúar eru ekki slæmir, segir hann, en hér er yfir 60% atvinnuleysi og margir eiga erfitt.
Daginn eftir er borgin og næsta umhverfi skoðað. Tbilisi stendur á hæðóttu landi umhverfis ána Mtkvari. Langflestar byggingarnar eru stórar íbúðablokkir og minna á að landið var áður hluti af Sovétríkjunum. Þá má finna eldri hverfi með þröngum götum sem gætu verið hvar sem er í Suður-Evrópu. Samgöngumálaráðuneytið vekur athygli til húsa í ferlíki sem er eins og steypukubbar lagðir á víxl hver á annan líklegast sovésk framúrstefnulist. Þá má finna mjúkar ávalar línur íslamskrar byggingalistar á nokkrum eldri byggingum. Nafnið Tbilisi þýðir heitt vatn og á það sameiginlegt með nafni Reykjavíkur að það má rekja til hverasvæðis sem þar má finna. Kunnugleg hveralyktin stígur þar út úr lágreistum og hlýlegum múrsteinsbyggingum þar eru heilsuböð með grænleitu hveravatni.
Við ökum af stað út úr bænum. Hitinn er tæplega 30 gráður og umhverfið minnir helst á Spán. Eftir tæplega hálftíma akstur út fyrir borgina komum við að gömlu höfuðborginni, Mtskheta, eða gömlu Tblisi. Heimsækjum Sioni kirkjuna, þar sem í gólfinu má sjá grafir konunga Georgíu sem einnig voru skírðir í þessari kirkju. Á veggjum kirkjunnar má sjá brot úr fornum freskum sem hafa verið endurheimtar undan málningu sem kommúnistar settu yfir þær. Myndirnar eru alls ólíkar þeim sem maður á að venjast í kirkjum hinnar vestrænu kristni; við hlið postulanna eru ýmsar kynjaskepnur, m.a. hafmaður og dýr með mannseinkenni.
Komum við á markaði á bakaleiðinni. Giorgi talar um mat af mikilli ástríðu hann þreifar og lyktar af ávöxtum á markaðinum og andvarpar, nánast með kynferðislegum undirtóni. Borðum mat heima hjá fjölskyldu hans. Systir hans hefur eldað, aðallega grænmetisrétti sem er raðað á diskana í margvíslegu mynstri. Faðir hans, fyrrverandi kommúnisti, stjórnaði borðhaldi það þarf að skála fyrir framtíðinni, löndum okkar, friði og börnum heims. Síðan er spjallað og spurt og deilt staðreyndum um þjóðir og sögu. Undir niðri má greina hálfvolga nostalgía í minningum um tíma Sovétríkjanna þegar flestir höfðu vinnu, heilsugæsla og menntun var ókeypis allir höfðu það skítsæmilegt, en engin von um nokkuð betra. Nú á að heita frelsi til allra hluta, en frelsi hins fátæka er takmarkað.
Ferðalög | Breytt 29.10.2007 kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2007 | 01:26
Um mælikvarða menninga
Tilefni þessa bloggs eru umræður sem hafa orðið í kjölfar heimsókna tveggja gagnrýnenda islam, þeirra Mariam Namazie og Ayaan Hirsi Ali. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki haft tíma til að lesa neitt að ráði eftir þær stöllur, en hef þó rekist á nokkrar helstu fullyrðingar sem hafðar hafa verið eftir þeirri síðarnefndu. Þær birtast m.a. í grein Jóns Kaldals "Mikilvæg skilaboð" frá 11. september s.l. Þar má finna setningu eins og: Sú trú að öll menning sé jafngild er á villigötum" sem er að mér skilst meginþemað í hennar málflutningi. Nú er hugtakið menning svo flókið og margslungið fyrirbæri - og líka svo stórt fyrirbæri - að það er erfitt að ætla að láta einhverja merkimiða "betri" eða "verri" tolla á því af einhverju viti. Það er hægt að mæla ákveðna hluti, eins og t.d. tækniþekkingu, framleiðni, o.s.frv. en ekki veit ég til þess að neinn sé að tala um að nota þá mælikvarða í þessari umræðu. Ayaan Hirsi Ali leggur til sinn mælikvarða - þá grundvallarhugmyndafræði vestrænna ríkja að leitast við að jafna sem mest réttindi karla og kvenna til menntunar og tækifæra á lífsleiðinni. Ekki slæmur mælikvarði, þótt hann sé að mínu mati ekki nægilegur til að alhæfa um heilu menningarnar. Sögulega er stutt síðan samkomulag varð um þetta á Vesturlöndum, fór ekki að gerast að neinu ráði fyrr en á síðustu öld, og minna má á að konur fengu atkvæðisrétt á Tyrklandi árið 1934 og í Írak, undir stjórn Saddam Husseins, fengu konur að kjósa og menntun kvenna stórjókst. Síðarnefnda dæmið er gott dæmi um hvað svona mælikvarðar eru vandmeðfarnir. Daglega eru 3 konur drepnar af kristnum eiginmönnum sínum í Bandaríkjunum - hvað segir það okkur um bandaríska eða vestræna menningu? Ég er aðeins kunnugur umræðum um karlaveldið og búrkuna - ef maður samþykkir forsendur þeirrar fullyrðingar að karlaveldið sé að baki því að múslimskar konur neyðist til að ganga með búrku þá verður maður að samþykkja mótrök íslamskra kvenna; að karlaveldinu á Vesturlöndum megi kenna um þann tíma sem vestrænar konur verja fyrir framan spegilinn að mála sig - þeirra búrka sé ekki síður þung.
Auðvitað eigum við að fordæma öll mannréttindabrot og allt ofbeldi - en menning er miklu stærra en það - hún er siðir, venjur, tungumál - langmest þættir sem fela ekki endilega í sér ofbeldi. Við þurfum að greina þarna á milli og vanda okkur í orðræðunni - annars verða hugtökin merkingarlítil. Við þurfum að gera okkur grein fyrir að það er enginn eðlismunur á ofbeldi skítugs og ómenntaðs hirðingja í Afganistan sem umsker dóttur sína og þeim verknaði sem ungur, vel klipptur hermaður fremur er hann þrýstir á hnapp sem sendir eldflaug á hús í mörg hundruð kílómetra fjarlægð.
14.9.2007 | 11:12
Erum við leikstjórar í eigin lífi?
"Þú ert leikstjóri í eigin lífi"
Þessa setning úr auglýsingu KB banka vakti athygli mína um daginn. Þetta er að sjálfsögðu háheimspekileg spurning - stjórnum við eigin lífum? Hlustaði á talsmann einhverra kenninga í taugasálfræði í gær tala um hve frelsi væri mikil blekking - þetta væri bara spurning um einhver taugaboð - eitthvað vélrænt, við erum samkvæmt því aðeins flóknari en hundar Pavlovs, en jafn skilyrt. Þetta er auðvitað sígild umræða sem hefur tekið á sig ýmsar myndir og er mín niðurstaða sú að ég hef frelsi út frá mínum forsendum og minni vitund, hef bara mitt mannlega sjónarhorn, í sjálfu sér er ekki til neitt annað - ef guð væri til sæi hann kannski allar orsakirnar og afleiðingarnar og þ.a.l. sæi hann mig sem skilyrta, vélræna veru. En ég er ekki guð og í því er frelsi mitt fólgið. En hvað varðar KB banka, þá voru þetta vissulega fyndin skilaboð á tíma þegar við erum að slá met í neyslu á yfirdráttarlánum - eru ekki bankarnir einmitt orðnir leikstjórar í lífum ansi margra?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.8.2007 | 11:18
Laxveiðar og ljósaskipti
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2007 | 12:17
Um nauðsyn þess að halda krónu...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2007 | 23:18
Að pissa standandi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Mars 2012
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar