Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2008

Talađ í hring

Árni M. Mathiesen, fjármálaráđherra, svarađi í Háskólabíói í kvöld spurningu um af hverju mćtti ekki afnema eđa frysta verđtrygginguna međ eftirfarandi orđum: "Viđ ţurfum peninga inn í bankana til ađ geta hjálpađ fólki og fyrirtćkjum í erfiđleikum" - erfiđleikum sem vćntanlega má ađ stórum hluta rekja til verđtryggingarinnar!

Davíđsarmur Sjálfstćđisflokks - Andstađa viđ Evrópusambandsađild

Í hádegisfréttum Bylgjunnar var talađ um tvćr fylkingar innan Sjálfstćđisflokksins, önnur sem varaformađurinn, Ţorgerđur Katrín, talar fyrir og er opin fyrir ađ skođa inngöngu í Evrópusambandiđ, og hin kennd viđ Davíđsarminn, samkvćmt Bylgjunni, og er mótfallin henni. Ég veit ekki hvort ţetta er međ ráđum gert, ađ spyrđa andstöđu viđ Evrópusambandsađild saman viđ Davíđ, en međ stöđu Davíđs í dag í huga, ţá dettur manni í hug ađ e.t.v. sé um pólitíska framsetningu ađ rćđa. Ţađ verđur engum málstađ til framdráttar í dag ađ vera kenndur viđ Davíđ.

Ísland - Nígería norđursins

Ég átti í smá bréfaskriftum viđ kunningja minn frá Ítalíu í morgun. Hann, eins og margir ađrir, fćr mjög ýkta mynd af ástandi mála á Íslandi í gegnum fjölmiđla. Viđ höfum báđir veriđ talsvert í Kenía og hann spurđi mig hvort ađ ţetta vćri ađ verđa eins og í Afríku hjá okkur. Í Silfri Egils áđan kom fram ađ Icesave reikningarnir í Hollandi voru stofnađir í vor og ţeim síđan lokađ nú ţegar bankarnir hrundu. Ţá datt mér ţessi samlíking viđ Afríku í hug, sérstaklega viđ Nígeríu, ţar sem menn hafa veriđ mjög útsjónarsamir viđ ađ plata fólk á Vesturlöndum - ţeim hefur ţó aldrei tekist neitt í líkingu viđ ţetta!

Svört spá seđlabanka - spá eđa afleiđing eigin stefnu?

Svört spá Seđlabankans um aukiđ atvinnuleysi, lćkkun húsnćđisverđs og annađ í ţeim dúr, vekur hugleiđingar um forsendur ţeirrar spár. Ţađ sem er áhugavert viđ spána er ađ ţar hlýtur ađ telja allţungt ţeirra eigin ákvörđun um ađ hćkka stýrivexti, ákvörđun sem mörg dćmi sýna ađ hefur haft nákvćmlega ţessar afleiđingar.

Um pólitíska ábyrgđ

Segjum sem svo ađ yfirvöld slökuđu á umferđareglum og leyfđu 200 km. hámarkshrađa, akstur á göngustígum og gegn hefđbundinni akstursstefnu, ţ.e. slökuđu á öllum almennum umferđarreglum. Gćtu ţau vísađ ábyrgđinni á gífurlega aukinni slysatíđni á almenning og bílaframleiđendur? Ríkisstjórnin bendir á auđmenn og almenning en minnast ekki á eigin ábyrgđ - ţađ var pólistísk ákvörđun ađ lćkka bindisskyldu bankanna og ríkiđ ber ábyrgđ á eigin eftirlitsstofnunum.

Höfundur

Kjartan Jónsson
Kjartan Jónsson
Höfundur starfar við íslenskukennslu og þýðingar. Auk þess stundar hann ýmis félagsstörf, sjá multikulti.is

Nýjustu myndir

 • DSC00594
 • DSCN2508
 • ...img_0395
 • ...dsc02790
 • ...dsc02765

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (11.12.): 0
 • Sl. sólarhring:
 • Sl. viku: 2
 • Frá upphafi: 0

Annađ

 • Innlit í dag: 0
 • Innlit sl. viku: 2
 • Gestir í dag: 0
 • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband