Bloggfęrslur mįnašarins, aprķl 2011

Af skuldum óreišumanna

Nś stķga menn fram, hver į fętur öšrum og bįsśna ķ anda Bjarts ķ Sumarhśsum: Viš borgum ekki skuldir óreišumanna – segjum nei viš Icesave. Bjartur sjįlfur oršaši žetta svona: „Mešan ég sękist ekki eftir annarra manna gróša kęri ég mig ekki um aš bera annarra manna skuld.“

Vissulega geta margir ef ekki flestir tekiš undir žessi orš en vandinn er bara sį aš ef viš lķtum of einfeldningslega į žau, ķ anda Bjarts, aš žį gętu örlög okkar oršiš žau sömu. Aušvitaš erum viš alltaf aš borga skuldir óreišumanna; viš tryggjum, meš lögum um greišslur ķ Tryggingasjóš launa, laun starfsmanna fyrirtękja sem fara į hausinn, meš almannafé greišum viš skašabętur sem ógęfumenn eru ekki borgunarmenn fyrir og mešlagsskuldir žeirra sem ekki standa skil į mešlagi. Viš gerum žaš ekki vegna žessa óreišu- og ógęfufólks, viš gerum žaš vegna fórnarlambanna, vegna fólksins sem missti vinnuna og myndi annars aš auki missa laun fyrir unna vinnu, vegna žolenda żmis konar ofbeldis og glępa og vegna barna einstęšra foreldra. Viš borgum skuldir óreišumanna til žess aš minnka žjįningu grandalausra fórnarlamba – vegna žess aš viš viljum telja okkur sišlegt samfélag.

Stęrra samfélag

Žegar viš tölum ķ dag um samfélagiš sem viš lifum ķ getum viš ekki einskoršaš žaš viš Ķsland. Viš erum lķka žįtttakendur ķ stęrra samfélagi žar sem viš höfum żmsar skuldbindingar, bęši lagalegar og sišferšilegar. Lagalegar ķ gegnum żmsa alžjóšasamninga og sišferšilegar skuldbindingar sem eru žęr sömu gagnvart öllu fólki sem viš eigum samskipti viš og skiptir žjóšerni engu ķ žvķ sambandi. Į mešal žeirra sem hęst kalla nś um aš viš eigum ekki aš borga skuldir óreišumanna er fólk sem fékk sitt sparifé aš fullu bętt. Žaš var ķ lagi aš žeir fengu borgaš sitt aš fullu, žaš eru bara śtlendingar sem voru višskiptavinir ķslensku bankanna sem mega éta žaš sem śti frżs. Ef ķslenskar innistęšur Landsbankans hefšu ekki veriš aš fullu tryggšar vęri Icesave ekki vandamįl – žį hefši andvirši žrotabśs Landsbankans dugaš og vel žaš. En žaš var įkvešiš aš mismuna eftir žjóšerni (žaš er bżsna aumt aš hanga į žvķ aš mismununin hafi veriš eftir śtibśum en ekki žjóšerni) og žess vegna er Icesave vandamįl ķ dag. Viš slķka mismunun hefur kalliš: „Viš borgum ekki skuldir óreišumanna!“ holan hljóm og inngrip ķslenskra stjórnvalda meš neyšarlögunum gerši žetta aš okkar mįli.

Dómsstólaleišin

Nei-sinnar hafa veriš duglegir aš benda į aš žaš sé sjįlfsagt mįl aš leita til dómstóla um śrlausn Icesave-mįlsins. Ég hef alltaf, svona almennt séš, litiš į dómstóla sem žrautarlendingu ef allt annaš bregst. Ef ég hef reynt višręšur og samninga, ef ég hef reynt aš setja mig ķ annarra spor og nį sanngjarnri nišurstöšu ķ samningum – ef allt um žrżtur, žį leita ég til dómstóla. Žaš er žį um leiš įkvešinn vanmįttaryfirlżsing – ég var ekki fęr um aš leysa mįliš öšruvķsi. Vegna žess aš viš höfnušum fyrri Icesave-samningunum nįšum viš mun hagstęšari samningum og getum vel viš unaš. Viš, įsamt gervöllum hinum vestręna heima, geršum stórt į okkur ķ fjįrmįlum og viš Ķslendingar eigum aš taka įbyrgš į okkar hlut en ekki aš reyna aš sleppa sem billegast frį žvķ.

Förum varlega ķ aš gera orš Bjarts ķ Sumarhśsum aš okkar – munum örlög hans; frjįls og sjįlfstęšur, jį – en allslaus og vinasnaušur. Ég ętla aš segja jį žann nķunda – ekki af ótta viš mögulegar afleišingar, heldur vegna žess aš ég vil ekki skammast mķn fyrir aš vera Ķslendingur.


Höfundur

Kjartan Jónsson
Kjartan Jónsson
Höfundur starfar við íslenskukennslu og þýðingar. Auk þess stundar hann ýmis félagsstörf, sjá multikulti.is

Nżjustu myndir

 • DSC00594
 • DSCN2508
 • ...img_0395
 • ...dsc02790
 • ...dsc02765

Heimsóknir

Flettingar

 • Ķ dag (11.12.): 0
 • Sl. sólarhring:
 • Sl. viku: 2
 • Frį upphafi: 0

Annaš

 • Innlit ķ dag: 0
 • Innlit sl. viku: 2
 • Gestir ķ dag: 0
 • IP-tölur ķ dag: 0

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband