Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
26.2.2008 | 08:54
Stytta lagið og lengja söngvarann
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2008 | 13:37
Kæra dagbók...
Hingað til hef ég ekki notað blogg sem dagbók - en einn og einn dagur er þannig að hann er þess virði að skrifa um - eins og í gær:
Vaknaði hálf níu - ekkert of snemma miðað við að eiga grislinga sem eru tveggja og hálfs árs og að verða 7 ára. Við eigum okkur ritúal um helgar; annan daginn fer ég á fætur, hinn Sólveig. Það okkar sem fer á fætur, vekur síðan hitt um 10, með blöðum og kaffi í rúmið. Klukkutíma lestur og dorm, og ef krakkarnir eru rólegir fyrir framan sjónvarpið má teygja sig yfir rúmið og klípa í eitthvað af góðu holdi (mesta furða hvað það er mikið líf í manni miðað við að nálgast fimmtugsaldurinn) Á laugardaginn kom það í minn hluta að vakna. Klukkan 11 var síðan sett á góð tónlist - ég valdi Led Zeppelin II - og svo er tekinn klukkutími í tiltekt á fullu. Tekið úr og sett í uppþvottvél, eftir þörfum, moppað eða ryksugað, eftir þörfum, þurrkað af og tekið til. Einu sinni í viku, klukkan 12 að hádegi á laugardegi, lýkur ritúalinum - einu sinni í viku er íbúðin algjörlega hrein og fín.
Síðan tók við ýmislegt smávægilegt, klukkan hálf þrjú tók ég viðtal uppi í Grafarvogi við stofnendur Systkinasmiðjunnar - smiðja fyrir systkini fatlaðra barna og á hún 10 ára afmæli á þessu ári.
Upp úr hálfsjö fórum við að hafa okkur til fyrir óvissuferð (þ.e.a.s. fyrir mig, skipulögð af Sólveigu). Ég fór í nýja frakkann sem Sólveig gaf mér í jólagjöf og Inga Sóley litla, sem er rétt tveggja og hálfs árs, sagði upp úr þurru: Pabbi er algjör gæjari! og kom og kyssti mig. Síðan var lagt af stað - byrjuðum á austurlenskum veitingastað niðri í bæ þar sem vinafólk okkar slóst í hópinn. Svo var ekið af stað út í óvissuna sem reyndist vera Laugardalshöllin þar sem Þursaflokkurinn hélt upp á það að 30 ár eru liðin síðan hann kom fyrst fram. Tónlist þeirra stendur enn fyrir sínu - margt flott sem þeir fluttu með Caput-hópnum, en best fannst mér þó í lokin þegar þeir tóku syrpu með upphaflegu hljóðfæraskipaninni og enduðu á pönklaginu um hann Jón sem var kátur karl og hraustur. Setti góðan punkt á tónleikana.
Síðan enduðum með að koma við á Ölstofunni - hef ekki komið þangað býsna lengi - og hitti slatta af góðu fólki þar. Komum heim um hálf tvö, sem er einhvers konar met, allavega í seinni tíð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2008 | 10:08
Af vekjaraklukkum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2008 | 19:28
Um stimpilgjöld og samkeppni
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2008 | 18:20
Um áhrif fyrirmynda
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2008 | 12:18
Morgunblaðið
Ég las á dögunum um að frammámenn í Samfylkingunni væru að segja upp Mogganum vegna leiðaraskrifa blaðsins undanfarið. Það vakti hjá mér nokkrar hugleiðingar um blessaðan Moggann sem ég bar út um nokkrar götur í Hafnarfirði fyrir þó nokkuð mörgum árum. Ég hafði borið út Tímann og Þjóðviljann þar á undan en það var dreifður og tímafrekur útburður svo mér fannst ég hafa himinn höndum tekið þegar ég komst í að bera út Moggann. Síðan komst ég til frekari þroska og pólitískrar meðvitundar með vaxandi róttækni og þá fæddist þessi texti við lag í bílskúrsbandi sem náði aldrei úr bílskúrnum:
Aðgöngumiði
að úreltri skoðun.
Afturhaldsliði
guðsalmáttugsboðun.
Frumskógarlögmál
sem frelsi það býður.
Þá framgjörn smásál
á frekjunni skríður.
Þitt íhaldssull
er innflutt af könum.
Já útlenskt sull
á íslenskum krönum
Morgunblaðið, Morgunblaðið
Minningargrein um málstað.
Svo liðu árin, kalda stríðinu lauk, múrar og flokksmálgögn féllu og eftir stóð Mogginn með algjöra yfirburðastöðu á dagblaðamarkaði. Við þær aðstæður gat hann leyft sér að losa um tök flokksins í blaðinu, verða víðsýnni og gagnrýnni og farið að vinna á eigin faglegu forsendum, sem hann og virtist gera. Ég tók Moggann í sátt (hef enda alltaf verið frekar sáttagjarn) og keypti mér áskrift og hef síðan verið í það minnsta með helgaráskrift. Þá kom að Baugsmálinu og búmm, Mogginn var allt í einu kominn aftur í skotgrafirnar - nú var óvinurinn ekki hinn illi kommúnismi heldur ákveðin öfl auðmanna í landinu - ekki réttu auðmennirnir. Mogginn var aftur orðinn flokksmálsgagn og hefur verið það síðan. Dálítið skrítið í landslagi dagsins í dag þar sem enginn annar flokkur hefur lengur eigið málgagn. Fréttablaðið var að vísu í mjög ákveðinni stjórnarandstöðu í kringum Baugsmálið en virðist í dag hafa meiri metnað í að vera fréttablað en eitthvað annað. Ég er enn með helgaráskrift - Lesbókin hefur blessunarlega fengið að halda sínu striki - sem betur fer.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2008 | 00:54
Rómanskar hvelfingar
Stundum finnst manni maður hafa ekkert merkilegt að segja - og það er allt í lagi býst ég við. Og þá er allt í lagi að vekja athygli á einhverju vel sögðu - þótt einhver annar hafi sagt það. Eitt uppáhalds ljóðið mitt er eftir Tomas Tranströmer og heitir Rómanskar hvelfingar:
Í risavaxinni rómanskri kirkju var örtröð ferðamanna
í rökkrinu.
Hvelfing gapti inn af hvelfingu og engin yfirsýn.
Fáeinar ljóstýrur flöktu.
Engill án andlits faðmaði mig að sér
og hvíslaði gegnum allan líkamann:
"Skammastu þín ekki fyrir að vera manneskja, vertu stoltur!
Inni í þér opnast hvelfing inn af hvelfingu án enda.
Þú ert aldrei fullgerður, og þannig á það að vera."
Ég var blindur af tárum
og hrökklaðist út á sólbakaða piazza
ásamt Mr. og Mrs. Jones, Herra Tanaka og signora Sabatini
og inni í þeim öllum opnaðist hvelfing inn af hvelfingu
án enda.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Mars 2012
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar