Morgunblađiđ

Ég las á dögunum um ađ frammámenn í Samfylkingunni vćru ađ segja upp Mogganum vegna leiđaraskrifa blađsins undanfariđ. Ţađ vakti hjá mér nokkrar hugleiđingar um blessađan Moggann sem ég bar út um nokkrar götur í Hafnarfirđi fyrir ţó nokkuđ mörgum árum. Ég hafđi boriđ út Tímann og Ţjóđviljann ţar á undan en ţađ var dreifđur og tímafrekur útburđur svo mér fannst ég hafa himinn höndum tekiđ ţegar ég komst í ađ bera út Moggann. Síđan komst ég til frekari ţroska og pólitískrar međvitundar međ vaxandi róttćkni og ţá fćddist ţessi texti viđ lag í bílskúrsbandi sem náđi aldrei úr bílskúrnum:

Ađgöngumiđi

ađ úreltri skođun.

Afturhaldsliđi

guđsalmáttugsbođun.

 

Frumskógarlögmál

sem frelsi ţađ býđur.

Ţá framgjörn smásál

á frekjunni skríđur. 

 

Ţitt íhaldssull 

er innflutt af könum.

Já útlenskt sull

á íslenskum krönum

 

Morgunblađiđ, Morgunblađiđ

Minningargrein um málstađ. 

 

Svo liđu árin, kalda stríđinu lauk, múrar og flokksmálgögn féllu og eftir stóđ Mogginn međ algjöra yfirburđastöđu á dagblađamarkađi. Viđ ţćr ađstćđur gat hann leyft sér ađ losa um tök flokksins í blađinu, verđa víđsýnni og gagnrýnni og fariđ ađ vinna á eigin faglegu forsendum, sem hann og virtist gera. Ég tók Moggann í sátt (hef enda alltaf veriđ frekar sáttagjarn) og keypti mér áskrift og hef síđan veriđ í ţađ minnsta međ helgaráskrift. Ţá kom ađ Baugsmálinu og búmm, Mogginn var allt í einu kominn aftur í skotgrafirnar - nú var óvinurinn ekki hinn illi kommúnismi heldur ákveđin öfl auđmanna í landinu - ekki réttu auđmennirnir. Mogginn var aftur orđinn flokksmálsgagn og hefur veriđ ţađ síđan. Dálítiđ skrítiđ í landslagi dagsins í dag ţar sem enginn annar flokkur hefur lengur eigiđ málgagn. Fréttablađiđ var ađ vísu í mjög ákveđinni stjórnarandstöđu í kringum Baugsmáliđ en virđist í dag hafa meiri metnađ í ađ vera fréttablađ en eitthvađ annađ. Ég er enn međ helgaráskrift - Lesbókin hefur blessunarlega fengiđ ađ halda sínu striki - sem betur fer.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Kjartan Jónsson
Kjartan Jónsson
Höfundur starfar við íslenskukennslu og þýðingar. Auk þess stundar hann ýmis félagsstörf, sjá multikulti.is

Nýjustu myndir

  • DSC00594
  • DSCN2508
  • ...img_0395
  • ...dsc02790
  • ...dsc02765

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband