Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
24.6.2010 | 11:51
Ég vil sanngirni - þegar hún hentar mér...
Áður en dómur hæstaréttar um myntlán féll man ég ekki eftir að neinn hafi haldið því fram að leiðrétta ætti myntlánin af því að kjör þeirra sem þau tóku væru mun lakari en þeirra sem tóku verðtryggð krónulán. Núna ganga menn fram, hver af öðrum; Kristinn Gunnarsson, Mörður Árnason og Gylfi Magnússon og vilja verðtryggja myntlánin, m.a. annars af því að ef skilmálarnir standi að öðru leyti muni kjör fólks með verðtryggð lán verða mun lakari en myntlánin. Skoðanabræður þeirra á blogginu birtast líka einn af öðrum og taka í sama streng án þess hafa nokkurn tímann skrifað stafkrók þegar hallaði á skuldara myntlána gagnvart skuldurum verðtryggðra lána. Þetta er eins og maðurinn sagði: "Ég vil sanngirni þegar hún hentar mér." Auðvitað mega þessir menn hamast eins og þeir vilja, hæstiréttur er æðsta dómstig landsins og ekki er hægt að setja afturvirk lög til að breyta þessu.
Undirritaður hefur í gegnum tíðina talað fyrir inngripi stjórnvalda í myntlán þegar þau voru að sliga almenning og fyrirtæki í landinu. Lánveitendur þeirra, alla vega stóru gömlu bankarnir, voru virkir í að fella krónuna þannig að þessir pappírar sem nýju bankarnir tóku yfir voru alltaf gölluð vara ef ekki lagalega, þá örugglega siðferðilega. Vinstri stjórnin á Íslandi valdi að grípa ekki inn í þessi mál. Ég treysti á að hún verði sjálfri sér samkvæm og grípi ekki inn í núna þegar almennir borgarar hafa réttinn sín megin. Og ef skynsamir menn eru við stjórn á lánastofnunum koma þeir nú með gott tilboð sem lágmarkar tap þeirra en bætir um leið skuldurum myntlána þjáningar undanfarinna mánaða. Hinn kosturinn er að útkljá alla óvissuþætti í gegnum hæstarétt - og það verður lánastofnunum ekki í hag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2010 | 09:12
Eru það bruðlarar sem velja lægstu vexti?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.6.2010 | 10:39
Ákall um inngrip vegna myntlána
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.6.2010 | 12:56
Gylfi og myntlánin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Mars 2012
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar