Eru það bruðlarar sem velja lægstu vexti?

Pétur Blöndal tekur stórt upp í sig þegar hann ásakar þá tugþúsundir manna sem tóku myntlán um að hafa ekki sýnt ráðdeild og um áhættusækni. Fyrir utan þá staðreynd að bankarnir héldu þessum lánum að fólki sem hagkvæmum valkosti (og þeir áttu að heita sérfræðingarnir sem ósérfróður almenningur leitaði til) þá voru þetta lægstu vextir sem í boði voru og ef fólk vildi sýna varkárni og skoðaði gengisþróun undanfarinna ára, þá var ekkert í spilunum sem gaf tilefni til að halda að fyrir höndum væru slíkar hamfarir sem urðu. Þar með er Pétur líka að segja að meginþorri íslenskra fyrirtækjarekenda séu óráðssíumenn og áhættufíklar - en flest stærri lán til íslenskra fyrirtækja undanfarin ár hafa verið myntlán. Ég held, þvert á móti, að þeim sem hefur gengið vel í fyrirtækjarekstri hafa gert það vegna ráðdeildar og fyrirhyggju, vegna þess að þeir hafa alltaf leitað að ódýrustu kostunum - og þar með talið lægstu vöxtum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Síndi Pétur Blöndal fyrir hyggju þegar hann hvatti til þess að bankarnir fengju að  höndla með stofnfé sparisjóðanna, "Fé án hirðis".

Hefur Pétur Blöndal svarað fyrir eða rökstutt hvað lá á bak við mikin áróður hanns fyrir því að það þirfti einstaklingsfrelsi til að höndla með stofnfé sparisjóðanna til að láta það fé vinna eins og þa var kallað eða "Fé án hirðis" hversu oft tuðaði hann þetta? Ég held að hann hefði bara átt að kalla þetta réttu nafni, tala beint út "Það vantar einhvern til að hirða þetta fé". 

Ragnar Sverrisson (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kjartan Jónsson
Kjartan Jónsson
Höfundur starfar við íslenskukennslu og þýðingar. Auk þess stundar hann ýmis félagsstörf, sjá multikulti.is

Nýjustu myndir

  • DSC00594
  • DSCN2508
  • ...img_0395
  • ...dsc02790
  • ...dsc02765

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband