Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
29.10.2008 | 00:29
Hið nýja landslag
Ég upplifi oft ákveðna tilfinningu þegar ég kem heim til Íslands eftir veru í fjarlægum og ólíkum löndum. Um leið og ég geng út af Leifsstöð og við mér blasir fjallasýnin finn ég yfirleitt hvernig slaknar á einhverju innra með mér - ég er kominn heim, heim í eitthvað kunnuglegt landslag sem samsvarar "landslagi" innra með mér. Ég finn fyrir sambærilegri tilfinningu í dag gagnvart því samfélagi sem var hér á landi fyrir ekki svo löngu. Þetta samfélag var orðið mér framandi og í dag finnst mér ég kominn heim í kunnuglegra "landslag". Hér er þrátt fyrir allt að komast á samfélag með aðeins meira jafnræði og jöfnuði, nær því sem var og sem á betur við í svona fámennu landi. Laun hinna nýju bankastjóra eru t.d. eitthvað sem ég get skilið og haft skoðun á og jafnvel hneykslast yfir - þær upphæðir sem viðgengust áður ... maður klóraði sér bara í hausnum yfir þeim, tengdi ekki við þær. Þetta er kannski dýru verði keypt, en vel þess virði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.10.2008 | 22:05
Georgíu launaður greiðinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2008 | 00:15
Um gullgerðarlist af ýmsum gerðum
Á undanförnum áratugum hafa komið fram á Íslandi, sem og í öðrum löndum, fyrirbæri sem byggjast á því að plata fólk einhvers konar nútímaafbrigði af gullgerðarlist sem var stunduð til forna. Það sem þessi fyrirbæri eiga sameiginlegt er afneitun á einni meginforsendu vísindanna; að eitthvað geti orðið til úr engu. Ein einfaldasta birting þessa fyrirbæris kom fram hér á landi fyrir nokkrum áratugum; í keðjubréfum sem gengu manna á milli þar sem fullyrt var að ef keðjan væri ekki rofin myndu allir græða og stutt með einföldum reikningsdæmum sem voru þó aldrei reiknuð til enda. Nokkrum árum síðar mætti einn magnaðast snákaolíusölumaður Íslandssögunnar, Kári Stefánsson, og seldi landsmönnum draum um eilífðargróðavél knúna af erfðamengi landsmanna, vél sem er núna er á síðustu dropunum. Kári notaði yfirbragð vísindanna til þess að ginna þúsundir landsmanna til þess að taka þátt í fjárfestingu sem var kynnt sem örugg þrátt fyrir að vera í hæsta áhættuflokki sem fjárfesting. Vissulega áhugaverð vísindi en vafasöm fjárfesting. Kári kemst þó ekki í hálfkvisti við útrásarvíkingana sem byggðu stærstu gullgerðarvél sem byggð hefur verið á Íslandi og tókst að flækja hvern einasta Íslending í plottið!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2008 | 23:56
Kreppan og Kremlarbóndinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
- Mars 2012
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar