Kreppan og Kremlarbóndinn

Ég man ekki eftir neinni krísu sem ég hef lent í í lífinu sem hefur ekki leitt af sér eitthvað gott, opnað fyrir möguleika og tækifæri sem annaðhvort voru ekki til staðar áður eða ég sá ekki. Þannig held ég að "kreppan" okkar feli í sér ýmsa möguleika, þótt ég eigi erfitt með að taka hana alvarlega eftir að vera nýkominn fram hjá Indlandi þar sem 40% hækkun matarverðs skapar mun áþreifanlegri og alvarlegri kreppu. Hér höfum við ýmislegt til að vera þakklát fyrir, kannski sérstaklega fyrir að fá tækifæri til að hætta að vera svo vitlaus að trúa loftbólur og pípudrauma hlutafjármarkaðarins. Smá auðmýkt er líka holl og góð og minnir okkur á að það er hluti af mennsku okkar að þurfa á hjálp annarra að halda. Nú, svo hugsa ég sérstaklega hlýtt til sjálfstæðismanna sem fá tækifæri til að fara í almennilega andlega þarmahreinsun og skola niður síðustu leyfum kaldastríðsþankagangs um leið og þeir þiggja útrétta hönd Kremlarbóndans.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta þyrfti að ná út fyrir bloggheima, til allra landsmanna !

óskráð (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 15:08

2 identicon

you are bad!

Sólveig Jónasdóttir (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kjartan Jónsson
Kjartan Jónsson
Höfundur starfar við íslenskukennslu og þýðingar. Auk þess stundar hann ýmis félagsstörf, sjá multikulti.is

Nýjustu myndir

  • DSC00594
  • DSCN2508
  • ...img_0395
  • ...dsc02790
  • ...dsc02765

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 10201

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband