6.5.2009 | 06:30
Brennum greiðsluseðlana á Austurvelli
Það eru undarleg rökin sem dynja yfir skuldara húsnæðislána á Íslandi. Viðskiptaráðherra talar niður til fólks í Kastljósi og segir að það hefði ekki átt að taka lánin og þeir sem veittu lánin hefðu ekki átt að veita þau. Síðan stíga hann og fleiri fram og höfða til siðferðiskenndar og löghlýðni - við eigum að borga það sem okkur ber samkvæmt samningum. Samningum á myntlánum sem blekið var varla þornað á þegar lánveitendurnir, gömlu bankarnir, tóku stöðu gegn krónunni og felldu hana jafnt og þétt með þriggja mánaða fresti þegar kom að uppgjörum og milliuppgjörum hjá þeim. Síðan afskrifa nýju bankarnir helminginn af þeim kröfum sem þeir yfirtaka frá gömlu bönkunum en ætlast til að "eigendur" íbúðahúsnæðis með neikvæða eiginfjárstöðu borgi að fullu! Verðtryggð lán okkar eru hækkuð með fölskum forsendum, neyslumynstri háþenslutímans 2005-2007 og íbúðaverði frysts markaðar sem á eftir að fara mun neðar. Ég dreg í efa að þetta með myntlánin muni reynast löglegt þegar upp verður staðið - lánasamningarnir sem nýju bankarnir tóku yfir hljóta að vera "damaged goods" og forsenda til lækkunar þeirra. Hvort tveggja, myntlánin og þau verðtryggðu, er örugglega siðlaust í þessu ástandi. Og ef ný stjórn kemur ekki með pólitíska lausn, þá er það í höndum okkar skuldaranna og borgaranna að taka af þeim ráðin einu sinni enn. Við mætum með greiðsluseðlana á Austurvöll og kveikjum í þeim. Ég ítreka - gefum stjórninni smá stund og látum svo verkin tala! Við úrtölumenn greiðsluverkfalla vil ég segja: Verkföll eru aldrei góð til skemmri tíma, hvorki fyrir þá sem fara í verkfall né fyrir þá sem verkfallið beinist gegn. Þau hafa þó verið nauðsynlegt tæki til að skapa það velferðarkerfi sem hér er til staðar og afleiðingar greiðsluverkfalls sem byggir á réttlátum kröfum er á ábyrgð þess sem það beinist gegn.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 06:42 | Facebook
Eldri færslur
- Mars 2012
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr! Hvenær á að mæta á Austurvöll?
Ég er bæði með greiðsluseðil og eldspýtur.
Þórdís Bachmann, 6.5.2009 kl. 10:55
Leyfum þeim klára að mynda stjórn og gefum þeim svo einhverja daga!
Kjartan Jónsson, 6.5.2009 kl. 11:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.