Látum ekki bölmóðinn ráða - kjósum

Nokkuð hefur borið á því síðustu dag og síðast í morgun að ýmsir, þar með talið fjölmiðlafólk, setji fram efasemdir eins og til hvers sé að vera að kjósa á stjórnlagaþing – alþingi þurfi hvort sem er að samþykkja stjórnarskrá og að alþingi muni ekki hleypa neinum róttækum breytingum í gegn. Um þetta er tvennt að segja: Í fyrsta lagi er það ekki alþingi eitt sem ræður þessu, forsetinn verður að skrifa undir og ef alþingi gerir miklar breytingar við drög að stjórnarskrá sem sett eru fram af stjórnlagaþingi með sterkt umboð frá almenningi, hef ég fulla trú á að hann neiti að skrifa undir og leggi málið í dóm þjóðarinnar. Í öðru lagi er úrtölufólkið að hafa áhrif á þátttökuna með þessu og þar með að draga úr möguleikunum á að stjórnlagaþing hafi sterkt umboð.

Samkvæmt núverandi stjórnarskrá höfum við enga aðra leið til þess að koma breytingum í gegn og úrtölufólkið leggur ekki til aðrar lausnir. Leggjumst því öll á eitt: Látum ekki bölmóðinn ráða - kjósum og gefum stjórnlagaþingi öflugt umboð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kjartan Jónsson
Kjartan Jónsson
Höfundur starfar við íslenskukennslu og þýðingar. Auk þess stundar hann ýmis félagsstörf, sjá multikulti.is

Nýjustu myndir

  • DSC00594
  • DSCN2508
  • ...img_0395
  • ...dsc02790
  • ...dsc02765

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband