Færsluflokkur: Menning og listir
28.10.2007 | 17:08
Pælingar um húmor
Þessa dagana sit ég í tímum upp í HÍ í gamanleikjum, allt frá forngrískum fram á daginn í dag. Þetta eru skemmtilegir tímar, eins og vænta má, og hafa orðið kveikja af ýmsum pælingum:
Stundum finn ég fyrir spennu þegar einhver byrjar að segja brandara, sérstaklega ef ég er eini áheyrandinn í mesta lagi einn annar. Kannski verður hann ekkert fyndinn, er óorðuð hugsun eða tilfinning. Er ekki viss um að ég kunni að hlæja kurteislega, eða brosa eingöngu með munninum. Spennan stafar líklega af því að þegar búið er að gefa hið félagslega merki um að þetta sé byrjun á brandara, eins og Einu sinni var, markar upphafið af ævintýri, þá er komin ákveðin vænting í gang, ákveðin pressa jafnvel dónalegt að hlæja ekki.
Þá er það sameiginlegt með bröndurum og kynlífi er að tímasetningar skipta miklu máli munurinn er sá að þegar konur segja brandara geta þær líka komið of fljótt.
Kristnir menn á hinum myrku miðöldum bönnuðu hláturinn vegna þess hve þessir hressilegu krampakippir eru holdlegir í eðli sínu. Allt þar til þeir Rabelais og Erasmus leystu hann úr læðingi aftur. Síðan höfum við að mestu leyti fengið frið til að hlæja sem betur fer.
25.10.2007 | 22:18
Af tíu litlum negrastrákum
Menning og listir | Breytt 26.10.2007 kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.9.2007 | 01:26
Um mælikvarða menninga
Tilefni þessa bloggs eru umræður sem hafa orðið í kjölfar heimsókna tveggja gagnrýnenda islam, þeirra Mariam Namazie og Ayaan Hirsi Ali. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki haft tíma til að lesa neitt að ráði eftir þær stöllur, en hef þó rekist á nokkrar helstu fullyrðingar sem hafðar hafa verið eftir þeirri síðarnefndu. Þær birtast m.a. í grein Jóns Kaldals "Mikilvæg skilaboð" frá 11. september s.l. Þar má finna setningu eins og: Sú trú að öll menning sé jafngild er á villigötum" sem er að mér skilst meginþemað í hennar málflutningi. Nú er hugtakið menning svo flókið og margslungið fyrirbæri - og líka svo stórt fyrirbæri - að það er erfitt að ætla að láta einhverja merkimiða "betri" eða "verri" tolla á því af einhverju viti. Það er hægt að mæla ákveðna hluti, eins og t.d. tækniþekkingu, framleiðni, o.s.frv. en ekki veit ég til þess að neinn sé að tala um að nota þá mælikvarða í þessari umræðu. Ayaan Hirsi Ali leggur til sinn mælikvarða - þá grundvallarhugmyndafræði vestrænna ríkja að leitast við að jafna sem mest réttindi karla og kvenna til menntunar og tækifæra á lífsleiðinni. Ekki slæmur mælikvarði, þótt hann sé að mínu mati ekki nægilegur til að alhæfa um heilu menningarnar. Sögulega er stutt síðan samkomulag varð um þetta á Vesturlöndum, fór ekki að gerast að neinu ráði fyrr en á síðustu öld, og minna má á að konur fengu atkvæðisrétt á Tyrklandi árið 1934 og í Írak, undir stjórn Saddam Husseins, fengu konur að kjósa og menntun kvenna stórjókst. Síðarnefnda dæmið er gott dæmi um hvað svona mælikvarðar eru vandmeðfarnir. Daglega eru 3 konur drepnar af kristnum eiginmönnum sínum í Bandaríkjunum - hvað segir það okkur um bandaríska eða vestræna menningu? Ég er aðeins kunnugur umræðum um karlaveldið og búrkuna - ef maður samþykkir forsendur þeirrar fullyrðingar að karlaveldið sé að baki því að múslimskar konur neyðist til að ganga með búrku þá verður maður að samþykkja mótrök íslamskra kvenna; að karlaveldinu á Vesturlöndum megi kenna um þann tíma sem vestrænar konur verja fyrir framan spegilinn að mála sig - þeirra búrka sé ekki síður þung.
Auðvitað eigum við að fordæma öll mannréttindabrot og allt ofbeldi - en menning er miklu stærra en það - hún er siðir, venjur, tungumál - langmest þættir sem fela ekki endilega í sér ofbeldi. Við þurfum að greina þarna á milli og vanda okkur í orðræðunni - annars verða hugtökin merkingarlítil. Við þurfum að gera okkur grein fyrir að það er enginn eðlismunur á ofbeldi skítugs og ómenntaðs hirðingja í Afganistan sem umsker dóttur sína og þeim verknaði sem ungur, vel klipptur hermaður fremur er hann þrýstir á hnapp sem sendir eldflaug á hús í mörg hundruð kílómetra fjarlægð.
Eldri færslur
- Mars 2012
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar