6.5.2009 | 06:30
Brennum greiðsluseðlana á Austurvelli
Það eru undarleg rökin sem dynja yfir skuldara húsnæðislána á Íslandi. Viðskiptaráðherra talar niður til fólks í Kastljósi og segir að það hefði ekki átt að taka lánin og þeir sem veittu lánin hefðu ekki átt að veita þau. Síðan stíga hann og fleiri fram og höfða til siðferðiskenndar og löghlýðni - við eigum að borga það sem okkur ber samkvæmt samningum. Samningum á myntlánum sem blekið var varla þornað á þegar lánveitendurnir, gömlu bankarnir, tóku stöðu gegn krónunni og felldu hana jafnt og þétt með þriggja mánaða fresti þegar kom að uppgjörum og milliuppgjörum hjá þeim. Síðan afskrifa nýju bankarnir helminginn af þeim kröfum sem þeir yfirtaka frá gömlu bönkunum en ætlast til að "eigendur" íbúðahúsnæðis með neikvæða eiginfjárstöðu borgi að fullu! Verðtryggð lán okkar eru hækkuð með fölskum forsendum, neyslumynstri háþenslutímans 2005-2007 og íbúðaverði frysts markaðar sem á eftir að fara mun neðar. Ég dreg í efa að þetta með myntlánin muni reynast löglegt þegar upp verður staðið - lánasamningarnir sem nýju bankarnir tóku yfir hljóta að vera "damaged goods" og forsenda til lækkunar þeirra. Hvort tveggja, myntlánin og þau verðtryggðu, er örugglega siðlaust í þessu ástandi. Og ef ný stjórn kemur ekki með pólitíska lausn, þá er það í höndum okkar skuldaranna og borgaranna að taka af þeim ráðin einu sinni enn. Við mætum með greiðsluseðlana á Austurvöll og kveikjum í þeim. Ég ítreka - gefum stjórninni smá stund og látum svo verkin tala! Við úrtölumenn greiðsluverkfalla vil ég segja: Verkföll eru aldrei góð til skemmri tíma, hvorki fyrir þá sem fara í verkfall né fyrir þá sem verkfallið beinist gegn. Þau hafa þó verið nauðsynlegt tæki til að skapa það velferðarkerfi sem hér er til staðar og afleiðingar greiðsluverkfalls sem byggir á réttlátum kröfum er á ábyrgð þess sem það beinist gegn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.5.2009 | 00:23
Tveir mánuðir í greiðsluverkfall!
Ég hef ekki viljað taka svo djúpt í árinni, eins og sumir hafa gert, að það sé eins konar borgarastyrjöld í aðsigi vegna húsnæðislána í samfélaginu. Viðtöl við forsætis- og viðskiptaráðherra í fréttum í kvöld gætu þó lagt sitt af mörkum til þess. Ég kaus þessa stjórn til þess að vera áfram í þeirri trú að hún ætlaði að taka á málum en í viðtalinu var sagt blákalt að með möguleikum á greiðsludreifingu, frystingu og öðru slíku, væri búið að gera það sem gera á í lánamálum! Þau hótuðu fólki að ef það tæki þátt í greiðsluverkfalli eða einhverju slíku, þá fengi það mögulega ekki greiðsluaðlögun og það var farið að tala um innheimtulögfræðinga. Skilur þetta fólk ekki að ef ekkert breytist verður fólki skítsama um mögulega greiðsluaðlögun eða innheimtulögfræðinga, hvorugt mun skipta neinu máli - það verður ekkert að innheimta hjá fólki sem á minna en ekki neitt og ef farið verður að gera fólk gjaldþrota vegna húsnæðisskulda eftir að búið er að hirða af þeim húsnæðið verður örugglega einshvers konar styrjöld á Íslandi. Það er líka að koma í ljós að þótt bankarnir eigi að heita í eigu ríkisins, þá haga þeir sér enn eins og glæpahyski. Þeir frysta myntlán en halda fullu eða auknu álagi - þeir tvö og þrefalda tekjur sínar af lánunum miðað við þegar þau voru tekin án þess að rekstargjöld hækki svo nokkru nemi - þeir eru með sín rekstargjöld í krónum! Mér þykir rétt að ráðrúm verði gefið til að mynda nýja stjórn og síðan fái hún einhverjar vikur til að byrja sín störf. Ef ekki verður búið að taka myndarlega á þessu innan tveggja mánaða eða svo, t.d. með því að færa niður verðtryggingarþátt lánanna, breytingu á myntlánum í krónulán miðað við sanngjarnt gengi, t.d. snemma í fyrra, mun ég hefja greiðsluverkfall!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.4.2009 | 15:26
...að kjósa með buddunni
Ekki er neinn skortur á hugmyndum um af hverju VG fékk mun minna fylgi í kosningunum en skoðanakannanir gáfu til kynna. Að mínu mati stendur ein upp úr. Við gefum upp skoðanir í skoðanakönnunum út frá hjartanu en í kjörklefanum ræður buddan. Einhversstaðar heyrði ég því fleygt að skoðanakannanir um afstöðu gagnvart inngöngu Dana í Evrópusambandið hefðu ávallt verið á þá leið að meirihluti væri andvígur - bæði fyrir og eftir að þeir samþykktu það í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef það er rétt, styður það þessa hugmynd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.3.2009 | 16:17
Að loknu forvali
7.3.2009 | 09:46
Að morgni forvals
Vaknaði í morgun með hugsanir um nokkra hluti sem ég hefði átt að gera í gær, hefði getað gert betur. Ákvað svo að vera sáttur - ég gerði mikið í gær, miklu fleiri hluti en ég gerði ekki og flest gerði ég betur en illa. Búnir að vera áhugaverðir dagar. Fékk staðfestingu á að fullt af fólki sem ég hef ekki séð eða heyrt í lengi er enn góðir vinir mínir, fólk sem hefur einhvern tímann slest upp á vinskapinn hjá er samt vinir mínir þrátt fyrir allt. Og svo hef ég kynnst fullt af áhugaverðu og spennandi fólki. Þrátt fyrir að það sé einhver handavinna í dag og púsl, þá er aðal "aksjónin" búin og ég ætla að njóta dagsins, hitta fólk í kosningaskrifstofu VG og vera á góðum stað innra með mér. Ég hef ekki hugmynd um hvernig þetta forval fer en ég veit það eitt að ég er sáttur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.3.2009 | 20:19
Dauðasveitir í Kenía
Ástæðan fyrir að Paul Ramses sótti um pólitískt hæli í fyrrasumar var að hann taldi sig í hættu vegna dauðasveita sem tækju stjórnarandstæðinga, eða andstæðinga forsetans, af lífi. Ýmsir drógu þetta í efa þá. Í ferðum mínum síðan til Kenía hef ég heyrt ýmsu hvíslað um slíkar dauðasveitir og að fjöldi fólks horfið sporlaust. Nýleg morð á "aktivistum" sem rannsökuðu þessar sveitir renna stoðum undir þennan orðróm - en þær eiga að tengjast her og lögreglu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2009 | 14:11
Nýr sími
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2009 | 12:14
Dagur í lífi "homo politicus".
Mér hefur alltaf fundist prófkjörstími skemmtilegur tími. Maður gengur um bæinn og hittir fullt af elskulegum frambjóðendum sem hafa ofboðslegan áhuga á manni, eru kátir og kammó hreint út sagt, yndislegir! Auðvitað er það ekki að ástæðulausu þeir eru að leita að umboði nýrri vinnu eða eru að reyna að halda gömlu vinnunni í bland við að reyna að koma hugsjónum sínum í framkvæmd. En samt ... maður er ekkert að gera sér rellu út af því væri ekki heimurinn betri ef allir væru alltaf á leiðinni í framboð og fólk væri stöðugt meðvitað um að það þarf á öðru fólki að halda? ... hm...
Nú er ég sjálfur kominn í þessa stöðu, á leiðinni í prófkjör, og það er forvitnilegt að skoða það frá hinni hliðinni. Ég tók t.d. eftir því í gær þegar ég stoppaði fyrir kunningja mínum á Hverfisgötunni til að skutla honum upp á Hlemm og hugsaði: Hefði ég gert þetta ef ég væri ekki í prófkjöri? Líklega hefði ég gert það en kannski ekki af jafn miklum ákafa hann er meira að segja í sama flokki og ég! Ég finn líka að ég vanda mig meira þegar ég tala við fólk þarf raunar að passa mig að fara ekki að tala eitthvað hástemmt, uppskrúfað mál í landsföðurlegum tón sem endar með andlegu og líkamlegu harðlífi undir vorið. Næstu dagar verða áhugaverðir nokkrir dagar í lífi homo politicus.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.1.2009 | 11:57
Einnota frumvarp Helga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2009 | 23:10
Bylting í miðbænum
Ég skrapp ofan í bæ í kvöld og upplifði stemninguna í mótmælunum, þungur taktur og ungt fólk að dansa í kringum bál sem varpaði bjarma á andlitshlífar lögreglumanna sem röðuðu sér á milli alþingishússins og fólksins. Minnti mig á myrkrið og sláttinn í Heart of Darkness, einni uppáhaldsbókinni minni. Svo varð mér hugsað til friðarins og rósemdarinnar í Kisumu í síðustu viku...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eldri færslur
- Mars 2012
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar