Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
17.1.2008 | 13:40
Af Nígeríu-svindlurum og þjófsnautum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2008 | 19:45
Úr sveitum Indlands
Undanfarnir dagar á Indlandi hafa mest farið í fundi og námskeið en á þeim allra síðustu hefur gefist tími fyrir smá leiðangur suður á bóginn til að heimsækja eitthvað af nýjum samstarfsaðilum okkar hérna í Tamil Nadu. Ferðin stóð í tvo daga, þann fyrri hittum við fólk frá Rural Development Association sem starfa aðallega í kringum borgina Salem í vesturhluta Tamil Nadu þar sem þau annast hóp munaðarleysingja af svæðinu. Í borginni sjá þau um börn vændiskvenna gefa þeim að borða og halda í skóla. Um nóttina gisti ég svo á hótelkytru í borginni, var orðinn svo þreyttur eftir keyrsluna að ég hefði sætt mig við nánast hvað sem er.
Um morguninn sótti mig maður að nafni Gnanamani. Hann er forstöðumaður samtaka sem heita Seeds. Gnanamani er af svokölluðu tribal cast eða ættflokkastétt, sem er ein af lægstu stéttunum á Indlandi. Hann er í kringum sextugt, kvikur í hreyfingum og brosir eins og brjálæðingur og ákafinn bætir upp það sem skortir á enskuna. Gnanamani hefur verið virkur í baráttu fyrir réttindum tribal cast fólks í fleiri áratugi. Fyrst þegar við hittumst fékk ég að þreifa á dæld í höfuðkúpu hans, menjar úr of á tíðum ofbeldisfullri baráttu. Tribal cast fólkið lifði til skamms tíma í náttúrunni, týndi rætur og lifði á landsins gæðum. Á seinni árum hefur þrengt að þessum lifnaðarháttum auk þess sem kröfur nútímasamfélags eru að öll börn gangi í skóla. Fólkið starfar helst við ýmsa daglaunavinnu, í verstu störfum sem bjóðast.
Við ókum frá Salem í átt að Chennai þar til við komum að Kalrayan hæðum. Til þess að komast upp á hæðirnar þurftum við að aka eftir skógi vöxnum hlíðum, fram hjá fallegum fossum og eftir því sem ofar dró varð landslagið sífellt stórbrotnara.
Þegar upp var komið renndum við inn í lítið þorp með u.þ.b. 1.500 manns úr tribal cast. Þar er skóli sem Seeds styður, en börnin sem sækja hann þurfa flest að koma mjög langt að, allt að 7 kílómetrum. Það, ásamt þeirri staðreynd að þau fá litla hvatningu heimavið, gerir að verkum að fátítt er að börnin endist nema til 9-10 ára aldurs í skólanum. Börnin sitja á gólfinu og allur kostur er frekar fátæklegur. Skammt frá skólanum er illa hirt bygging. Frjáls félagasamtök byggðu hana og átti hún að vera heilsugæsla, en þar sem ekki hefur fengist fé til reksturs hennar stendur hún auð málningin að mestu flögnuð og rúðurnar brotnar.
Gnanamani og hans fólk gera það sem þau geta en hafa takmarkað fé. Markmið þeirra er að reyna að halda börnunum lengur í skóla en auk þess að geta boðið upp á kennslu og námskeið í ýmis konar handverki eitthvað til þess að auka afkomumöguleika fólksins. Þetta er aðkallandi verkefni og nú er að sjá til hvort það finnast ekki einhverjir á Íslandi sem vilja vinna með þeim að þessu.
Bloggar | Breytt 11.2.2008 kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2008 | 07:07
Nýr bíll á 160 þúsund kall
Hér á Indlandi er mikið fjallað um nýja ódýra smábílinn sem bifreiðaframleiðandinn Tata er búinn að lofa undanfarin 4 ár og er nú kominn í framleiðslu. Bíllinn kostar 100.000 rúpíur, eða um 160.000 íslenskar sem gerir að sjálfsögðu mun fleirum kleift að eignast bíl. Auðvitað fylgja þessu ekki bara kostir. Talið er að margir úr þeim mikla fjölda fólks sem ekur um á mótorhjólum muni nú hafa efni á að kaupa sér þennan bíl, sem tekur mun meira pláss en mótorhjól sem aftur leiðir til þess að bæta þarf og stækka vegi og umferðarmannvirki. Á móti kemur að alvarlegum og tíðum slysum sem mótorhjólafólk lendir í ætti að fækka. Þetta er auðvitað skiljanleg þróun, en mörgum umhverfisverndarsinnum hrýs þó hugur við henni. Það er þó erfitt fyrir Vesturlandabúa að ætla að setja sig móti þessu okkar neysla almennt er um 20 sinnum meiri á mann en hér. Enn sem komið er nota langflestir hér lestir eða rútur nú eða tvo jafnfljóta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Mars 2012
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar