Nýr bíll á 160 þúsund kall

Hér á Indlandi er mikið fjallað um nýja ódýra smábílinn sem bifreiðaframleiðandinn Tata er búinn að lofa undanfarin 4 ár og er nú kominn í framleiðslu. Bíllinn kostar 100.000 rúpíur, eða um 160.000 íslenskar sem gerir að sjálfsögðu mun fleirum kleift að eignast bíl. Auðvitað fylgja þessu ekki bara kostir. Talið er að margir úr þeim mikla fjölda fólks sem ekur um á mótorhjólum muni nú hafa efni á að kaupa sér þennan bíl, sem tekur mun meira pláss en mótorhjól sem aftur leiðir til þess að bæta þarf og stækka vegi og umferðarmannvirki. Á móti kemur að alvarlegum og tíðum slysum sem mótorhjólafólk lendir í ætti að fækka. Þetta er auðvitað skiljanleg þróun, en mörgum umhverfisverndarsinnum hrýs þó hugur við henni. Það er þó erfitt fyrir Vesturlandabúa að ætla að setja sig móti þessu – okkar neysla almennt er um 20 sinnum meiri á mann en hér. Enn sem komið er nota langflestir hér lestir eða rútur – nú eða tvo jafnfljóta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kjartan Jónsson
Kjartan Jónsson
Höfundur starfar við íslenskukennslu og þýðingar. Auk þess stundar hann ýmis félagsstörf, sjá multikulti.is

Nýjustu myndir

  • DSC00594
  • DSCN2508
  • ...img_0395
  • ...dsc02790
  • ...dsc02765

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband