Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
26.8.2007 | 11:18
Laxveiðar og ljósaskipti
Undanfarin sumur hef ég, með rétt moðvolgum ásetningi, ásett mér að uppfæra veiðistatus minn úr silungi upp í lax. Sem þýðir í raun að borga fimm- til tífalt fyrir það að fá að viðra veiðigræjurnar og sjálfan mig á árbakka í stað vatnsbakka. Svona ferð hefur þó alltaf einhver þerapísk áhrif, þótt ég mæli ekki mikinn mun á þeim áhrifum hvort sem um er að ræða lax eða silung. Síðastliðinn fimmtudag fór ég í "laxveiðiferð" ársins í Sogið. Veðrið var dæmigert sýnishornaveður, sól og blíða, hellidemba, ofsastormur og allt þarna á milli. Þegar liðið var að kvöldmat og ég hafði ekkert orðið var fór ég að hugsa mér til hreyfings - fannst þetta orðið gott þótt eitthvað væri eftir að veiðitímanum. Þá fóru þeir að stökkva allt um kring, laxarnir, svo ég lét mig hafa það að halda áfram. Og viti menn! 45 mínútum áður en tíminn var búinn setti ég í lax! 15 mínútum síðar dró ég svo á land 4-5 punda hæng - Maríulaxinn minn. Stuttu síðar kom ein einkennilegasta veðursamsetning sem ég hef upplifað. Það var aðeins komið inn í ljósaskiptin en samt einkennileg og mikil birta, veðrið var stillt og fór að hellirigna. Allt í einu gat ég séð um allt vatnið undir yfirborðið, gat fylgt silfruðum tóbí-spúninum þar sem hann sveif um vatnið. Þetta var næstum eins og andleg reynsla. Laxinn var etinn í gær með góðri lyst!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2007 | 12:17
Um nauðsyn þess að halda krónu...
Hlustaði á Jafet Ólafsson bankamógúl svara fyrirspurn um hvort við ættum að taka upp evru og kasta krónunni. Hann var á móti ... var einhver hissa á því? Bankarnir stórgræða á þessu, fyrir utan beinar tekjur fyrir að skipta gjaldeyri þá gerir myntin alla aðkomu erlendra aðila (þ.á.m. erlendra banka) erfiðari og minnkar þar af leiðandi samkeppni. Það er nokkuð ljóst hvað bankarnir græða á krónunni. Hvað okkur landsmenn í heild varðar, þá er það kannski eins og karlinn sagði: Við þurfum krónuna til þess að geta mætt efnahagssveiflum í íslensku hagkerfi. Efnahagssveiflum sem má helst rekja til þess að hér höfum við lítinn gjaldmiðil sem nefnist króna...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2007 | 23:18
Að pissa standandi
Þessa dagana býr hjá okkur þýsk vinkona okkar og í þessari heimsókn hefur ýmislegt verið rætt, m.a. um muninn á Íslendingum og Þjóðverjum. Ein fullyrðing sem hún nefndi fannst mér athyglisverð: Í Þýskalandi pissa allir meðvitaðir karlmenn sitjandi! Við Íslendingar erum samkvæmt henni nokkrum árum á eftir - fyrir okkur á einnig að liggja að fara þessa leið. Ástæðuna sem hún nefndi var einkanlega hreinlæti - þess vegna krefðust konurnar þess líka. Mér varð á að spyrja hvort meðvituðu mennirnir í Þýskalandi þrifu þá ekki klósettin heldur létu konurnar um það, en það varð fátt um svör. Nú hef ég enga tölfræði þessu til stuðnings en upplifun mín á þessari athöfn - að pissa - hefur snarbreyst. Þessi áður merkingarlausa uppákoma er nú hlaðin merkingu: Hún er orðin að yfirlýsingu um frelsi mitt til að velja eigin lífsstíl - hallellújá!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2007 | 23:08
Vímuefni og verslunarmannahelgin
Hlustaði á fréttir að kvöldi föstudagsins fyrir verslunarmannahelgina. Tvær fréttir sem komu í röð vöktu athygli mína. Í þeirri fyrri var talað um að lögreglan væri með sérstakt átak gegn fíkniefnum - hún væri með sérstaka mæla sem mældu hvort viðkomandi hefði neytt fíkniefna undanfarna daga og vikur. Þetta var svona stemningsfrétt - átak í gangi og mikil aksjón. Næsta frétt á eftir var meira eins og hlutlaus umfjöllun - um hve mikið hefði verið keypt af áfengi þessa dagana. Skrítið að sjá þessum fréttum slegið upp svona hlið við hlið - ekki mikill munur á þessu tvennu í mínum huga þótt annað sé löglegt en hitt ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
- Mars 2012
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar