Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2007

Nokkrir dagar í Chennai

Lukum sjálfbođaliđanámskeiđi hérna í Chennai í gćrkvöldi međ fólki frá 7 samtökum sem eru ađ vinna ađ ýmsum góđum málum; baráttu fyrir réttindum stéttleysingja og indverskra sígauna, rekstri munađarleysingjaheimila, sjálfshjálparhópar kvenna, svo eitthvađ sé nefnt. Međ betri námskeiđum sem ég hef haldiđ á Indlandi - góđ stemning og fólk mjög ánćgt. Eftir námskeiđiđ fórum viđ nokkur upp í úthverfi Chromepet, ţar sem Michael vinur minn og félagi býr. Hann er búinn ađ útbúa skrifstofu upp á efstu hćđinni hjá sér sem hann er ađ fara ađ taka í notkun, fín ađstađa ţar sem hann getur veriđ međ yfir 20 manna fundi. Spjallađi ađeins viđ son hans, sem er ađ mig minnir 18 ára. Michael er kristinn en sonur hans er í hindúaskóla, einum besta sinnar tegundar, en eini kristni nemandinn ţar. Ţađ er talsvert bćnahald og slíkt í skólanum en hann ţarf ekki ađ gangast undir ţađ frekar en hann vill. Áhugavert!

Hugleiđingar um flugfargjöld

Flaug í gćr til Indlands - svosem ekki í frásögur fćrandi - nema hvađ ađ ég flaug líka innanlands, frá Mumbai til Chennai. Fyrir ţađ borgađi ég um 7.000 kr. báđar leiđir en samt var ţađ fjarri ţví ađ vera ódýrasta fargjaldiđ sem er í bođi. Ţetta er rétt tćplega tveggja tíma flug, en til samanburđar má benda á ađ flug frá Keflavík til Glasgow er tveir og hálfur tími. Nú eru laun miklu lćgi á Indlandi en í Evrópu en varla borga ţeir minna fyrir flugvélabensín og vélarnar sjálfar. Ţar fyrir utan var ţjónustan frábćr og vélin mjög snyrtileg. Athyglisvert!

Spike Milligan - ljóđ

Í tíma í dag var veriđ ađ fjalla um breska grínistann, Spike Milligan. Húmorinn er súrrealískur og absúrd, gaman af honum í hófi. Hins vegar rakst ég á eitt "alvöru" ljóđ eftir hann - kannski eitthvađ absúrd í ţví... Og ţó: 
 
Someone left the mirror running
I pulled the plug out
it emptied my face
and drowned my reflection.
I tried mouth to mouth resusticatation
the glass broke
my reflection died
Now there's only one of me.

Höfundur

Kjartan Jónsson
Kjartan Jónsson
Höfundur starfar við íslenskukennslu og þýðingar. Auk þess stundar hann ýmis félagsstörf, sjá multikulti.is

Nýjustu myndir

  • DSC00594
  • DSCN2508
  • ...img_0395
  • ...dsc02790
  • ...dsc02765

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband