...að kjósa með buddunni

Ekki er neinn skortur á hugmyndum um af hverju VG fékk mun minna fylgi í kosningunum en skoðanakannanir gáfu til kynna. Að mínu mati stendur ein upp úr. Við gefum upp skoðanir í skoðanakönnunum út frá hjartanu en í kjörklefanum ræður buddan. Einhversstaðar heyrði ég því fleygt að skoðanakannanir um afstöðu gagnvart inngöngu Dana í Evrópusambandið hefðu ávallt verið á þá leið að meirihluti væri andvígur - bæði fyrir og eftir að þeir samþykktu það í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef það er rétt, styður það þessa hugmynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Vinstri Grænir fengu samt rosalega góða kosningu ásamt auðvitað Samfylkingunni. Ég hef fulla trú á að Jóhanna og Steingrímur og þeirra góða fólk muni leiða okkur rétta leið til jafnréttis og raunverulegs góðæris fyrir ALLA.

Bestu kveðjur til ykkar

Ragnhildur Jónsdóttir, 26.4.2009 kl. 16:11

2 Smámynd: Kjartan Jónsson

Alveg sammála, ég er ekkert að kvarta:) Mér finnst þetta bara athyglisvert!

Kjartan Jónsson, 26.4.2009 kl. 16:35

3 Smámynd: Lárus Vilhjálmsson

Já buddan hafði kannski áhrif en ég held að kannski hafi það líka haft áhrif hvernig flokkurinn höndlaði ummæli Kolbrúnar Halldórs um Drekasvæðið. Mér heyrðist ekki betur en að ummæli hennar væru í fullu samræmi við stefnu VG um sjálfbæra og mengunarlausa orkuvinnslu en síðan eru þau dregin til baka af forystunni. Mér fannst þetta ómaklegt og kannski hefur þetta haft áhrif, sérstaklega í Reykjavík og kraganum. 

Það er líka umhugsunarefni hvað er að gerast með umhverfismálin innan VG. Slakur árangur Kolbrúnar í forvali og það að hún kemst ekki á þing er auðvitað stórfrétt. Kolla stóð frémst í flokki þegar VG var stofnað og hefur ótrauð staðið vaktina um umhverfismálin. Frumvarp Steingríms sem leyfir áfram hvalveiðar með gjaldi vekur líka furðu.

Með bestu kveðju   

Lárus Vilhjálmsson, 26.4.2009 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kjartan Jónsson
Kjartan Jónsson
Höfundur starfar við íslenskukennslu og þýðingar. Auk þess stundar hann ýmis félagsstörf, sjá multikulti.is

Nýjustu myndir

  • DSC00594
  • DSCN2508
  • ...img_0395
  • ...dsc02790
  • ...dsc02765

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband