Um gullgerðarlist af ýmsum gerðum

Á undanförnum áratugum hafa komið fram á Íslandi, sem og í öðrum löndum, fyrirbæri sem byggjast á því að plata fólk – einhvers konar nútímaafbrigði af gullgerðarlist sem var stunduð til forna. Það sem þessi fyrirbæri eiga sameiginlegt er afneitun á einni meginforsendu vísindanna; að eitthvað geti orðið til úr engu. Ein einfaldasta birting þessa fyrirbæris kom fram hér á landi fyrir nokkrum áratugum; í keðjubréfum sem gengu manna á milli þar sem fullyrt var að ef keðjan væri ekki rofin myndu allir græða og stutt með einföldum reikningsdæmum sem voru þó aldrei reiknuð til enda. Nokkrum árum síðar mætti einn magnaðast „snákaolíusölumaður“ Íslandssögunnar, Kári Stefánsson, og seldi landsmönnum draum um eilífðargróðavél knúna af erfðamengi landsmanna, vél sem er núna er á síðustu dropunum. Kári notaði yfirbragð vísindanna til þess að ginna þúsundir landsmanna til þess að taka þátt í fjárfestingu sem var kynnt sem örugg þrátt fyrir að vera í hæsta áhættuflokki sem fjárfesting. Vissulega áhugaverð vísindi en vafasöm fjárfesting. Kári kemst þó ekki í hálfkvisti við útrásarvíkingana sem byggðu stærstu gullgerðarvél sem byggð hefur verið á Íslandi og tókst að flækja hvern einasta Íslending í plottið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kjartan Jónsson
Kjartan Jónsson
Höfundur starfar við íslenskukennslu og þýðingar. Auk þess stundar hann ýmis félagsstörf, sjá multikulti.is

Nýjustu myndir

  • DSC00594
  • DSCN2508
  • ...img_0395
  • ...dsc02790
  • ...dsc02765

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband