Hvar myndu krókódílar staðsetja himnaríki?

Ég ætlaði að vera byrjaður að blogga nokkru fyrr eftir bilað sumar í vinnu – sumarið klárast en bilunin ekki ... fyrr en núna (krossa puttana) Eins og áður segir er ég nýkominn frá Kenía og Indlandi. Í flugvél Kenya Airways á leiðinn frá Bombay til Nairobi sóttu að mér eftirfarandi þankar:

Undanfarna daga höfum við verið í Tamil Nadu að blanda geði við innfædda á námskeiðum og heimsóknum. Það sem vakti bloggneistann hjá mér var nokkuð sem ég hef verið að þýða í ferðinni; bókmenntaleg umfjöllun um Gleðileik Dantes. Ég vissi í grófum dráttum um hvað hann snýst: Þar segir frá ferð Dante og Virgils um heima handanlífsins, sem Dante flokkar í þrjú meginsvið og hvert þeirra í nokkur undirsvið. Á hverju sviði dveljast sálir sem þar hefur verið skipað í samræmi við þær syndir sem þeir hafa ástundað. Í þessum kafla eru þeir félagar á rölti á milli logandi grafhýsa sem geyma trúleysingja og villutrúarmenn. Í umfjölluninni kom fram áhugaverð skilgreining á helvíti og himnaríki sem er samofin heimi Dantes. Í víti eru menn fastir í óbreytanleika, horfa til fortíðar því þeir hafa ekkert nema minningar sínar sem eru á einhvers konar hringspólun hjá þeim að eilífu. Hjá sálum í himnaríki er hins vegar framtíðin til viðmiðunar og án þess að það sé sagt, finnst mér gefið í skyn að þar sé möguleiki á einhvers konar breytingu – einhvers konar frelsun. Sem líkingarsaga um mannlegan veruleika er þetta áhugaverð nálgun. Það hafa verið skrifaðar greinar um hvernig vitundin túlkar framtíðina sem upp og fortíðina sem niður. Stafar af frekar einföldu gangverki: Við vöxum upp – framtíðin er þ.a.l. uppi. Sem vekur aftur á móti pælingar um lífverur eins og krókódíla – sem vaxa á lárétt. Hvar myndu krókódílar staðsetja sitt himnaríki?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: IGG

Sæll Kjartan.

Gaman að lesa þennan pistil. Mér var nefnilega núlega gefin Hinn guðdómlegi gleðileikur Dantes myndskreyttur (bók) og ég hef verið að hugsa um að herða mig upp í að lesa bókina en gjöfin tengist einmitt innri vegferð og stöðuskipan eða landslagi eða hvað við viljum kalla það. Ég kýs að tala um innri veruleika.

Ég mun fylgjast spennt með þvi hvort hér kemur eitthvað meira frá þér um málið. Verður þessi þýðing þín aðgengileg einhvers staðar?

Með kærri kveðju,

Mjallbjörg

IGG , 30.9.2008 kl. 15:02

2 Smámynd: Bullukolla

 . . er mikið búin að hugsa um himnaríki krókódílsins í dag.  Lagði spurninguna fyrir dóttur mína sem vildi meina að krókódílar ættu sér ekki himnaríki af því að þeir væru ekki vitsmunaverur.  Ég var ekki alsátt við það, en hvað um það . . . ég segi eins og Mjallbjörg ég hlakka til að lesa meira

Bullukolla, 30.9.2008 kl. 23:24

3 Smámynd: Kjartan Jónsson

Sælar.

 Ég þýddi tvo kafla úr Mimesis, eftir Erich Aurebach, sem ég býst við að komi út á næstu mánuðum og annar þeirra fjallar um Dante. Ég er að aðstoða Gauta Kristmanns, sem er yfir þýðingunni á verkinu. En það er greinilega hægt að finna marga áhugaverða fleti á Gleðileiknum og að mörgu leyti áhugaverðari pælingar gagnvart kristni en eru innan kristilegrar orðræðu í dag. En ég býst við að við séum búin að negla niður grundvallarvanda krókódílskrar guðfræði og ég verð að viðurkenna að mér verður svarfátt um hvernig við leysum hann!

Kjartan Jónsson, 1.10.2008 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kjartan Jónsson
Kjartan Jónsson
Höfundur starfar við íslenskukennslu og þýðingar. Auk þess stundar hann ýmis félagsstörf, sjá multikulti.is

Nýjustu myndir

  • DSC00594
  • DSCN2508
  • ...img_0395
  • ...dsc02790
  • ...dsc02765

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband