Laxveiðar og ljósaskipti

Undanfarin sumur hef ég, með rétt moðvolgum ásetningi, ásett mér að uppfæra veiðistatus minn úr silungi upp í lax. Sem þýðir í raun að borga fimm- til tífalt fyrir það að fá að viðra veiðigræjurnar og sjálfan mig á árbakka í stað vatnsbakka. Svona ferð hefur þó alltaf einhver þerapísk áhrif, þótt ég mæli ekki mikinn mun á þeim áhrifum hvort sem um er að ræða lax eða silung. Síðastliðinn fimmtudag fór ég í "laxveiðiferð" ársins í Sogið. Veðrið var dæmigert sýnishornaveður, sól og blíða, hellidemba, ofsastormur og allt þarna á milli. Þegar liðið var að kvöldmat og ég hafði ekkert orðið var fór ég að hugsa mér til hreyfings - fannst þetta orðið gott þótt eitthvað væri eftir að veiðitímanum. Þá fóru þeir að stökkva allt um kring, laxarnir, svo ég lét mig hafa það að halda áfram. Og viti menn! 45 mínútum áður en tíminn var búinn setti ég í lax! 15 mínútum síðar dró ég svo á land 4-5 punda hæng - Maríulaxinn minn. Stuttu síðar kom ein einkennilegasta veðursamsetning sem ég hef upplifað. Það var aðeins komið inn í ljósaskiptin en samt einkennileg og mikil birta, veðrið var stillt og fór að hellirigna. Allt í einu gat ég séð um allt vatnið undir yfirborðið, gat fylgt silfruðum tóbí-spúninum þar sem hann sveif um vatnið. Þetta var næstum eins og andleg reynsla. Laxinn var etinn í gær með góðri lyst!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kjartan Jónsson
Kjartan Jónsson
Höfundur starfar við íslenskukennslu og þýðingar. Auk þess stundar hann ýmis félagsstörf, sjá multikulti.is

Nýjustu myndir

  • DSC00594
  • DSCN2508
  • ...img_0395
  • ...dsc02790
  • ...dsc02765

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband