17.11.2010 | 23:15
Nokkrir stafir um stjórnlagaþing
Í umræðu um væntanlegt stjórnlagaþing er gjarnan fullyrt að tíminn sem því er ætlað að starfa, tveir til fjórir mánuðir, sé of naumt skammtaður. Það er ákveðinn misskilningur sem fylgir þessari skoðun eins og gert sé ráð fyrir að stjórnlagaþingmenn þurfi og ætli sér fyrst að fara að hugsa um þessi mál þegar þeir setjast á þingið. Á meðal þeirra sem bjóða sig fram er fólk sem hefur hugsað um þessi mál svo árum og áratugum skiptir og hefur skýrar hugmyndir um hvað það vill sjá inni í nýrri stjórnarskrá. Nýtt stjórnlagaþing þarf fyrst og fremst að komast að samkomulagi og stilla saman hugmyndir og skoðanir þátttakenda, sem munu flestir vita hverju þeir vilja koma á framfæri. Búið er að vinna mesta vinnuna nú þegar og ætti tíminn því að vera nægur.
Stjórnlagaþing getur lagt stjórnarskrárdrög sín í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en alþingi tekur þau til meðferðar og myndi afgerandi niðurstaða úr henni gefa þinginu skýr skilaboð með forseta sem hefur sýnt að hann er óhræddur við að beita málskotsréttinum myndi þingið varla hreyfa mikið við stjórnarskrá sem hefur almennan stuðning þjóðarinnar. Æskilegt væri að gefa almenningi kost á, ekki aðeins að kjósa um stjórnarskrána, heldur jafnframt um einstaka liði hennar. Gallinn við íslenskt lýðræði hefur gjarnan verið að í kosningum, t.d. til alþingis, hafa kjósendur ekki átt kost á að gefa mjög skýr skilaboð með atkvæðum sínum. Þeir kjósa flokk út á einstök mál en sjaldnast öll mál viðkomandi flokks. Forystan túlkar síðan niðurstöðuna og setur áherslur eins og henni sýnist fer í samsteypustjórn þar sem sumt nær inn annað ekki. Niðurstaðan er sú að erfitt er að ráða í hver raunverulegur vilji kjósenda er, sem grefur undan lýðræðinu. Ef einstakir liðir stjórnarskrárinnar eru bornir undir almenning í þjóðaratkvæðagreiðslu, ekki hvert smáatriði, heldur t.d. stærri flokkar eins og mannréttindakaflinn, aðskilnaður ríkis og kirkju, ný skilgreining á forsetaembættinu og aðskilnaði framkvæmda- og löggjafarvalds fær almenningur möguleika á að gefa skýr skilaboð með atkvæðum sínum í þessu mikilvæga máli.Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Eldri færslur
- Mars 2012
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.