Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Um pólitíska ábyrgð

Segjum sem svo að yfirvöld slökuðu á umferðareglum og leyfðu 200 km. hámarkshraða, akstur á göngustígum og gegn hefðbundinni akstursstefnu, þ.e. slökuðu á öllum almennum umferðarreglum. Gætu þau vísað ábyrgðinni á gífurlega aukinni slysatíðni á almenning og bílaframleiðendur? Ríkisstjórnin bendir á auðmenn og almenning en minnast ekki á eigin ábyrgð - það var pólistísk ákvörðun að lækka bindisskyldu bankanna og ríkið ber ábyrgð á eigin eftirlitsstofnunum.

Um stimpilgjöld og samkeppni

Ein af helstu rökunum með því að fella niður stimpilgjöld hafa verið þau að þau standi í vegi fyrir samkeppni á lánamarkaði. Nú stendur til að fella niður stimpilgjöld þegar fólk kaupir sína fyrstu íbúð. Það gerir nákvæmlega ekkert til þess að auka áðurnefnda samkeppni. Þegar fólk kaupir sína fyrstu íbúð er það að taka húsnæðislán í fyrsta skipti og þarf að borga stimpilgjöld hvar sem það tekur þau lán. M.ö.o. þá er til staðar möguleiki á samkeppni. Stimpilgjöldin koma hins vegar í veg fyrir að fólk endurfjármagni óhagstæðari lán með hagstæðari lánum ef þau bjóðast.

« Fyrri síða

Höfundur

Kjartan Jónsson
Kjartan Jónsson
Höfundur starfar við íslenskukennslu og þýðingar. Auk þess stundar hann ýmis félagsstörf, sjá multikulti.is

Nýjustu myndir

  • DSC00594
  • DSCN2508
  • ...img_0395
  • ...dsc02790
  • ...dsc02765

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband