Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Um nýja stjórnarskrá

Það er ákveðin þverstæða falin í því að alþingi skuli eiga síðasta orðið í að staðfesta nýja stjórnarskrá, og það tvívegis, þótt sú stofnun og stjórnmálaflokkarnir séu í raun vanhæfir til að eiga lokaorð um plagg sem fjallar um þessar stofnanir og setur völdum þeirra og áhrifum skorður. Kerfiskarlar og –kerlingar tala niður þjóðaratkvæði áður en alþingi á síðasta orðið – samkvæmt gömlu stjórnarskránni skal það vera þannig. Það er hins vegar enginn vafi á að þessi stjórnarskrárdrög, sem endurspegla þá lýðræðiskröfu sem spratt upp úr hruninu, munu hafa meira vægi í meðförum þingsins með blessun þjóðarinnar að baki, en með það útvatnaða umboð sem stjórnlagaráð hefur. Það er því gríðarlega mikilvægt að fylgja þeirri kröfu vel eftir. Mér sýnist við Íslendingar ekki hafa lært mikið á hruninu, lausn okkar við afleiðingum græðginnar er meiri græðgi. Stjórnarskrá með róttækum lýðræðisbreytingum er þó skref í rétta átt.


Höfundur

Kjartan Jónsson
Kjartan Jónsson
Höfundur starfar við íslenskukennslu og þýðingar. Auk þess stundar hann ýmis félagsstörf, sjá multikulti.is

Nýjustu myndir

  • DSC00594
  • DSCN2508
  • ...img_0395
  • ...dsc02790
  • ...dsc02765

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband