Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Að loknu forvali

Þá eru ljósar niðurstöður forvals VG í Reykjavík - og auðvitað hefði ég viljað ná betri niðurstöðu. 269 greidd atkvæði er þó ágætis byrjun, sérstaklega ef tekið er mið af því að vera hvorki þingmaður, kona né ungur, og tilheyra því engri af þeim blokkum sem þarna voru að einhverju leyti til staðar. En ég er reynslunni og nokkrum vinum ríkari - og það er þó nokkuð.

Að morgni forvals

Vaknaði í morgun með hugsanir um nokkra hluti sem ég hefði átt að gera í gær, hefði getað gert betur. Ákvað svo að vera sáttur - ég gerði mikið í gær, miklu fleiri hluti en ég gerði ekki og flest gerði ég betur en illa. Búnir að vera áhugaverðir dagar. Fékk staðfestingu á að fullt af fólki sem ég hef ekki séð eða heyrt í lengi er enn góðir vinir mínir, fólk sem hefur einhvern tímann slest upp á vinskapinn hjá er samt vinir mínir þrátt fyrir allt. Og svo hef ég kynnst fullt af áhugaverðu og spennandi fólki. Þrátt fyrir að það sé einhver handavinna í dag og púsl, þá er aðal "aksjónin" búin og ég ætla að njóta dagsins, hitta fólk í kosningaskrifstofu VG og vera á góðum stað innra með mér. Ég hef ekki hugmynd um hvernig þetta forval fer en ég veit það eitt að ég er sáttur.


Dauðasveitir í Kenía

Ástæðan fyrir að Paul Ramses sótti um pólitískt hæli í fyrrasumar var að hann taldi sig í hættu vegna dauðasveita sem tækju stjórnarandstæðinga, eða andstæðinga forsetans, af lífi. Ýmsir drógu þetta í efa þá. Í ferðum mínum síðan til Kenía hef ég heyrt ýmsu hvíslað um slíkar dauðasveitir og að fjöldi fólks horfið sporlaust. Nýleg morð á "aktivistum" sem rannsökuðu þessar sveitir renna stoðum undir þennan orðróm - en þær eiga að tengjast her og lögreglu.


Nýr sími

Ég fékk mér nýjan síma um daginn - gamli félaginn í gegnum súrt og sætt síðustu árin, var orðinn lúinn og heyrðust í honum brak og brestir, ef maður ýtti ekki með hárnákvæmum þrýstingi, plús/mínus tvö bör, aftan á bakið á honum og sneri eilítið uppá. Þegar maður er í framboðsham og talar hástemmt um lýðræðisbyltingu í símann var erfitt að halda réttum þrýstingi og snúningurinn varð of mikið til vinstri. Mér líður enn dálítið eins og ég sé svikari - hann var þrátt fyrir allt nothæfur og hafði fylgt mér í 6-7 ár, en lífið þarf að hafa sinn gang og ég keypti nýjan síma. Mitt innlegg til aukinnar neyslu til að koma hjólum atvinnulífs heimsins í gang á ný... Eða þannig.

Höfundur

Kjartan Jónsson
Kjartan Jónsson
Höfundur starfar við íslenskukennslu og þýðingar. Auk þess stundar hann ýmis félagsstörf, sjá multikulti.is

Nýjustu myndir

  • DSC00594
  • DSCN2508
  • ...img_0395
  • ...dsc02790
  • ...dsc02765

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband