Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
16.2.2009 | 12:14
Dagur í lífi "homo politicus".
Mér hefur alltaf fundist prófkjörstími skemmtilegur tími. Maður gengur um bæinn og hittir fullt af elskulegum frambjóðendum sem hafa ofboðslegan áhuga á manni, eru kátir og kammó hreint út sagt, yndislegir! Auðvitað er það ekki að ástæðulausu þeir eru að leita að umboði nýrri vinnu eða eru að reyna að halda gömlu vinnunni í bland við að reyna að koma hugsjónum sínum í framkvæmd. En samt ... maður er ekkert að gera sér rellu út af því væri ekki heimurinn betri ef allir væru alltaf á leiðinni í framboð og fólk væri stöðugt meðvitað um að það þarf á öðru fólki að halda? ... hm...
Nú er ég sjálfur kominn í þessa stöðu, á leiðinni í prófkjör, og það er forvitnilegt að skoða það frá hinni hliðinni. Ég tók t.d. eftir því í gær þegar ég stoppaði fyrir kunningja mínum á Hverfisgötunni til að skutla honum upp á Hlemm og hugsaði: Hefði ég gert þetta ef ég væri ekki í prófkjöri? Líklega hefði ég gert það en kannski ekki af jafn miklum ákafa hann er meira að segja í sama flokki og ég! Ég finn líka að ég vanda mig meira þegar ég tala við fólk þarf raunar að passa mig að fara ekki að tala eitthvað hástemmt, uppskrúfað mál í landsföðurlegum tón sem endar með andlegu og líkamlegu harðlífi undir vorið. Næstu dagar verða áhugaverðir nokkrir dagar í lífi homo politicus.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
- Mars 2012
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar