Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Talað í hring

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, svaraði í Háskólabíói í kvöld spurningu um af hverju mætti ekki afnema eða frysta verðtrygginguna með eftirfarandi orðum: "Við þurfum peninga inn í bankana til að geta hjálpað fólki og fyrirtækjum í erfiðleikum" - erfiðleikum sem væntanlega má að stórum hluta rekja til verðtryggingarinnar!

Davíðsarmur Sjálfstæðisflokks - Andstaða við Evrópusambandsaðild

Í hádegisfréttum Bylgjunnar var talað um tvær fylkingar innan Sjálfstæðisflokksins, önnur sem varaformaðurinn, Þorgerður Katrín, talar fyrir og er opin fyrir að skoða inngöngu í Evrópusambandið, og hin kennd við Davíðsarminn, samkvæmt Bylgjunni, og er mótfallin henni. Ég veit ekki hvort þetta er með ráðum gert, að spyrða andstöðu við Evrópusambandsaðild saman við Davíð, en með stöðu Davíðs í dag í huga, þá dettur manni í hug að e.t.v. sé um pólitíska framsetningu að ræða. Það verður engum málstað til framdráttar í dag að vera kenndur við Davíð.

Ísland - Nígería norðursins

Ég átti í smá bréfaskriftum við kunningja minn frá Ítalíu í morgun. Hann, eins og margir aðrir, fær mjög ýkta mynd af ástandi mála á Íslandi í gegnum fjölmiðla. Við höfum báðir verið talsvert í Kenía og hann spurði mig hvort að þetta væri að verða eins og í Afríku hjá okkur. Í Silfri Egils áðan kom fram að Icesave reikningarnir í Hollandi voru stofnaðir í vor og þeim síðan lokað nú þegar bankarnir hrundu. Þá datt mér þessi samlíking við Afríku í hug, sérstaklega við Nígeríu, þar sem menn hafa verið mjög útsjónarsamir við að plata fólk á Vesturlöndum - þeim hefur þó aldrei tekist neitt í líkingu við þetta!

Svört spá seðlabanka - spá eða afleiðing eigin stefnu?

Svört spá Seðlabankans um aukið atvinnuleysi, lækkun húsnæðisverðs og annað í þeim dúr, vekur hugleiðingar um forsendur þeirrar spár. Það sem er áhugavert við spána er að þar hlýtur að telja allþungt þeirra eigin ákvörðun um að hækka stýrivexti, ákvörðun sem mörg dæmi sýna að hefur haft nákvæmlega þessar afleiðingar.

Um pólitíska ábyrgð

Segjum sem svo að yfirvöld slökuðu á umferðareglum og leyfðu 200 km. hámarkshraða, akstur á göngustígum og gegn hefðbundinni akstursstefnu, þ.e. slökuðu á öllum almennum umferðarreglum. Gætu þau vísað ábyrgðinni á gífurlega aukinni slysatíðni á almenning og bílaframleiðendur? Ríkisstjórnin bendir á auðmenn og almenning en minnast ekki á eigin ábyrgð - það var pólistísk ákvörðun að lækka bindisskyldu bankanna og ríkið ber ábyrgð á eigin eftirlitsstofnunum.

Höfundur

Kjartan Jónsson
Kjartan Jónsson
Höfundur starfar við íslenskukennslu og þýðingar. Auk þess stundar hann ýmis félagsstörf, sjá multikulti.is

Nýjustu myndir

  • DSC00594
  • DSCN2508
  • ...img_0395
  • ...dsc02790
  • ...dsc02765

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband