4.5.2009 | 00:23
Tveir mánuðir í greiðsluverkfall!
Ég hef ekki viljað taka svo djúpt í árinni, eins og sumir hafa gert, að það sé eins konar borgarastyrjöld í aðsigi vegna húsnæðislána í samfélaginu. Viðtöl við forsætis- og viðskiptaráðherra í fréttum í kvöld gætu þó lagt sitt af mörkum til þess. Ég kaus þessa stjórn til þess að vera áfram í þeirri trú að hún ætlaði að taka á málum en í viðtalinu var sagt blákalt að með möguleikum á greiðsludreifingu, frystingu og öðru slíku, væri búið að gera það sem gera á í lánamálum! Þau hótuðu fólki að ef það tæki þátt í greiðsluverkfalli eða einhverju slíku, þá fengi það mögulega ekki greiðsluaðlögun og það var farið að tala um innheimtulögfræðinga. Skilur þetta fólk ekki að ef ekkert breytist verður fólki skítsama um mögulega greiðsluaðlögun eða innheimtulögfræðinga, hvorugt mun skipta neinu máli - það verður ekkert að innheimta hjá fólki sem á minna en ekki neitt og ef farið verður að gera fólk gjaldþrota vegna húsnæðisskulda eftir að búið er að hirða af þeim húsnæðið verður örugglega einshvers konar styrjöld á Íslandi. Það er líka að koma í ljós að þótt bankarnir eigi að heita í eigu ríkisins, þá haga þeir sér enn eins og glæpahyski. Þeir frysta myntlán en halda fullu eða auknu álagi - þeir tvö og þrefalda tekjur sínar af lánunum miðað við þegar þau voru tekin án þess að rekstargjöld hækki svo nokkru nemi - þeir eru með sín rekstargjöld í krónum! Mér þykir rétt að ráðrúm verði gefið til að mynda nýja stjórn og síðan fái hún einhverjar vikur til að byrja sín störf. Ef ekki verður búið að taka myndarlega á þessu innan tveggja mánaða eða svo, t.d. með því að færa niður verðtryggingarþátt lánanna, breytingu á myntlánum í krónulán miðað við sanngjarnt gengi, t.d. snemma í fyrra, mun ég hefja greiðsluverkfall!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjármál, Kjaramál, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Eldri færslur
- Mars 2012
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú hefur mína samúð að hafa kosið þetta yfir þig. Það voru margar aðvaranir en fólk bara hlustaði ekki, því miður og nú erum við öll í sömu súounni.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 4.5.2009 kl. 00:29
Ég vona að stjórnin átti sig á alvöru málsins.
Annars þarf að fara aftur á Austurvöll og tromma meira.
Jón (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 01:04
Sólveig Þór Jónsdóttir - þú hlýtur að vera illa þroskaheft ef þú ætlar að kenna ríkisstjórn, sem ekki hefur ennþá starfað án þvinganna frá spillingarflokknum Framsókn, um hvernig komið er fyrir þjóðinni.
Gleymum aldrei að þetta var EINGÖNGU Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum að kenna og þeirri spillingu sem þeir flokkar hafa innleitt hér á þessu skítalandi.
Ef svo sem dottið um blogg þitt Sólveig og ég held bara að þú sért a.m.k. heimsk því þroskaheft fólk á ekki skilið að vera líkt við fávita eins og þig þarna auðvaldsflokksdýrkandinn þinn.
Grímur H. Kolbeinsson (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 02:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.