Dagur í lífi "homo politicus".

Mér hefur alltaf fundist prófkjörstími skemmtilegur tími. Maður gengur um bæinn og hittir fullt af elskulegum frambjóðendum sem hafa ofboðslegan áhuga á manni, eru kátir og kammó – hreint út sagt, yndislegir! Auðvitað er það ekki að ástæðulausu – þeir eru að leita að umboði – nýrri vinnu eða eru að reyna að halda gömlu vinnunni í bland við að reyna að koma hugsjónum sínum í framkvæmd. En samt ... maður er ekkert að gera sér rellu út af því – væri ekki heimurinn betri ef allir væru alltaf á leiðinni í framboð – og fólk væri stöðugt meðvitað um að það þarf á öðru fólki að halda? ... hm...

Nú er ég sjálfur kominn í þessa stöðu, á leiðinni í prófkjör, og það er forvitnilegt að skoða það frá hinni hliðinni. Ég tók t.d. eftir því í gær þegar ég stoppaði fyrir kunningja mínum á Hverfisgötunni til að skutla honum upp á Hlemm og hugsaði: Hefði ég gert þetta ef ég væri ekki í prófkjöri? Líklega hefði ég gert það en kannski ekki af jafn miklum ákafa – hann er meira að segja í sama flokki og ég! Ég finn líka að ég vanda mig meira þegar ég tala við fólk – þarf raunar að passa mig að fara ekki að tala eitthvað hástemmt, uppskrúfað mál í landsföðurlegum tón sem endar með andlegu og líkamlegu harðlífi undir vorið. Næstu dagar verða áhugaverðir – nokkrir dagar í lífi homo politicus. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athyglisvert. Verdur gaman ad fylgjast med. Fínt nafn á thessu - homo politicus - aetli breytingarnar séu margar...? ;)

Eygló (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 12:26

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þetta hljómar spennandi Kjartan, við fylgjumst með

Bestu kveðjur í kotið

Ragnhildur Jónsdóttir, 16.2.2009 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kjartan Jónsson
Kjartan Jónsson
Höfundur starfar við íslenskukennslu og þýðingar. Auk þess stundar hann ýmis félagsstörf, sjá multikulti.is

Nýjustu myndir

  • DSC00594
  • DSCN2508
  • ...img_0395
  • ...dsc02790
  • ...dsc02765

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband