Gamlárskvöld

Gamlárskvöld

 

Dvel hérna á litlu gistihúsi skammt frá Heathrow í herbergi við hæfi Spartverja; lítið, kalt og með lágmarksbúnaði. Á morgun liggur leiðin til Kenía með viðkomu í Amsterdam. Rölti í kuldanum í kvöld inn á kínverskt buffet, prýðismatur á þokkalegu verði – pundið hefur verið að falla fyrir evrunni og með sama áframhaldi ná þau saman innan skamms tíma.

Í netfréttum koma fyrir nokkrar fréttir í röð, Kryddsíld blásin af vegna mótmæla, búnaður Stöðvar 2 skemmdur og starfsfólk laskað og mótmælendur úðaðir – og þar fyrir neðan: „Ingibjörg vill friðarumræður.“ Um stund velti ég fyrir mér hvort hún sé að tala um Gaza-svæðið eða mótmælendur á Íslandi. Ákveð að hún sé að tala um hið fyrrnefnda en finnst það síðarnefnda ekki síður góð hugmynd – það þarf að eiga sér stað heiðarleg og hreinskiptin umræða á Íslandi og henni þurfa að fylgja aðgerðir ef það á að verða einhver friður.

Þrátt fyrir allt hefur þetta verið gott ár hjá mér þótt mér hefði ekki veitt af svo sem einum mánuði í viðbót. Þegar vinnubrjálæðið minnkaði fyrir jólin gerði ég smá átak og hafði samband við fólk sem ég hef trassað að vera í sambandi við og sem ég fann fyrir spennu þegar ég hugsaði um það – aðallega af því að ég hef ekki sinnt ákveðnum samskiptum og ekki gert eitthvað sem ég hefði átt að vera búinn að gera. Það er alltaf gott að tjá sig beint við fólk og nú þarf ég ekki að burðast með þessa spennu fram yfir á næsta ár – sem er svo sannarlega léttir.

Næsta ár... Einhvern veginn eitt stórt spurningamerki. Allir þessir erfiðleikar sem fela í sér alla þessa möguleika – í öllu falli mjög áhugavert ár framundan. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Kjartan minn.

Gaman að fylgjast með blogginu þinu viltu vera svo vænn að skrifa um aðstæður í Little Bees þegar þú kemur þangað.

Kveðjur

MAMMA 

Inga Þyri Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kjartan Jónsson
Kjartan Jónsson
Höfundur starfar við íslenskukennslu og þýðingar. Auk þess stundar hann ýmis félagsstörf, sjá multikulti.is

Nýjustu myndir

  • DSC00594
  • DSCN2508
  • ...img_0395
  • ...dsc02790
  • ...dsc02765

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband