17.1.2008 | 13:40
Af Nígeríu-svindlurum og þjófsnautum
Öðru hvoru fæ ég, eins og margir aðrir, póst með einhverjum tilboðum um auðævi gegn lítilsháttar viðviki - oft og iðulega frá Nígeríu, en einnig frá öðrum löndum. Oft er um einhvern arf að ræða, nú, eða einhver stjórnmálamaður þarf að koma einhverjum sjóðum undan og nú nýverið var verið að vekja athygli á enn útsmognari leiðum til að plata fólk. Öðru hvoru heyrir maður af því að einhverjir hafi látið ginnast og sent út fé til að liðka fyrir auðævunum og eflaust eru þeir enn fleiri sem maður heyrir ekkert frá. Mér datt það í hug si svona, eitt skipti fyrir nokkrum árum þegar fyrrverandi verkalýðsformaður úr sjávarplássi úti af landi bar sig aumlega eftir að hafa verið plataður og fannst hann eiga einhverja vorkunn skilið. Mér fannst dálítið einkennilegt að hann væri að barma sér yfir að hafa ekki fengið að vera þjófsnautur í að stela frá fátæku fólki í Afríku, hvort sem það var nú ríkisstjórn, fyrirtæki eða fátækir erfingjar einhvers í fátæku Afríkulandi sem um var að ræða. Ég hugsaði bara; gott á hann.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Eldri færslur
- Mars 2012
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.