28.10.2007 | 17:08
Pælingar um húmor
Þessa dagana sit ég í tímum upp í HÍ í gamanleikjum, allt frá forngrískum fram á daginn í dag. Þetta eru skemmtilegir tímar, eins og vænta má, og hafa orðið kveikja af ýmsum pælingum:
Stundum finn ég fyrir spennu þegar einhver byrjar að segja brandara, sérstaklega ef ég er eini áheyrandinn í mesta lagi einn annar. Kannski verður hann ekkert fyndinn, er óorðuð hugsun eða tilfinning. Er ekki viss um að ég kunni að hlæja kurteislega, eða brosa eingöngu með munninum. Spennan stafar líklega af því að þegar búið er að gefa hið félagslega merki um að þetta sé byrjun á brandara, eins og Einu sinni var, markar upphafið af ævintýri, þá er komin ákveðin vænting í gang, ákveðin pressa jafnvel dónalegt að hlæja ekki.
Þá er það sameiginlegt með bröndurum og kynlífi er að tímasetningar skipta miklu máli munurinn er sá að þegar konur segja brandara geta þær líka komið of fljótt.
Kristnir menn á hinum myrku miðöldum bönnuðu hláturinn vegna þess hve þessir hressilegu krampakippir eru holdlegir í eðli sínu. Allt þar til þeir Rabelais og Erasmus leystu hann úr læðingi aftur. Síðan höfum við að mestu leyti fengið frið til að hlæja sem betur fer.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál | Facebook
Eldri færslur
- Mars 2012
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.