Meira frá Tbilisi

Næstu tvo daga höldum við sjálfboðaliðanámskeið í miðstöð húmanista á staðnum. Þátttakendur eru á ýmsum aldri, en helmingurinn tengist lögmennsku – sem stafar af því að Giorgi er lögfræðingur. Þarna eru þrír laganemar, tveir lögfræðingar, auk Giorgis – og einn dómari. Aðrir eru úr ýmsum áttum. Túlkurinn á námskeiðinu er fyrsta flokks – ljóðaþýðandi sem kennir auk þess ensku í einum helsta háskóla Tbilisi. Námskeiðið fær góðar viðtökur – komin góð reynsla á það – búnir að halda það áður á Íslandi, Indlandi og í Kenía. Kvöldunum eftir námskeiðin er varið í gönguferðir um miðbæinn með Giorgi og Nick. „Kemistríið“ í hópnum er frábært og mikið hlegið. Nick kemur á óvart – frábærlega vel lesinn í heimsbókmenntunum og stendur hvergi á gati. Giorgi hefur komið nokkuð víða við – eftir námið þjónaði hann í hernum og var stuttan tíma í lögreglunni. Skortur hans á feminískri rétthugsun virkar undarlega hressandi, femínisminn hérna heima er stundum eins og jarðsprengjusvæði – maður þarf að passa sig svo fjandi vel hvar maður stígur niður. Maður skynjar að undir niðri vill hann vel – einhvern veginn á mörkum tveggja heima. Við ræðum ýmis mál, mannréttindamál og helstu átakamál Georgíu. Málefni samkynhneigðra – reynt hefur verið að halda Gay Pride en hætt við vegna morðhótana – ekki alveg kominn tími á það. Ástandið í Abkhasiu er flókið mál sem brennur á þeim – hvernig er hægt að sætta og fyrirgefa?

Við Guinness eigum flug til baka með stuttu millibili. Við sitjum yfir kaffibollum í flugstöðinni með Giorgi og Nick og spjöllum um næstu skref. Eftir þessa fáu daga er allavega eitt víst – hingað á ég eftir að koma aftur!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

.... jarðsprengjusvæði einmitt! Þér sem húmanista hlýtur náttúrulega að finnast skelfilega erfitt að fóta þig í heimi jafnréttis og mannvirðingar !!!!! ... ef ég þekkti þig ekki svona vel myndi ég líklega verða foxill :) 

frúin (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kjartan Jónsson
Kjartan Jónsson
Höfundur starfar við íslenskukennslu og þýðingar. Auk þess stundar hann ýmis félagsstörf, sjá multikulti.is

Nýjustu myndir

  • DSC00594
  • DSCN2508
  • ...img_0395
  • ...dsc02790
  • ...dsc02765

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband