6.8.2010 | 12:14
Indland - júlí 2010, fyrri hluti
Biðin í Bombay var stutt, aðeins um 3 tímar í þetta skipti. Ég fór beint á innanlandsflugvöllinn og með SpiceJet til Chennai. Þegar ég lenti tók John á móti mér og fylgdi mér á hótel skammt frá flugvellinum. Hann skildi við mig þar en kom svo aftur upp úr hádeginu, þegar ég var búinn að leggja mig, og fórum við saman á Spencer Plaza aðal verslunarmiðstöðina í Chennai. Keypti inn sitt lítið af hverju fyrir Múltikúlti en náði ekki að ljúka öllu sem ég ætlaði að klára.
Fyrsta verkið morguninn eftir var því að klára það sem var óklárað að versla, eftir pítsumorgunmat í Spencers. Svo var brunað út á flugvöll og flogið með Kingfisher suður á bóginn til Madurai. Enginn auto-richshaw á flugvellinum í Madurai svo ég þjarkaði dálítið við leigubílstjóra áður en ég gekk af stað í átt að borginni en hann keyrði hægt á eftir mér og prúttaði áfram þangað til hann var búinn að lækka sig úr 300 rúpíum niður í 200. Leiðin lá á hótel Supreme og hálftíma eftir að ég var kominn þangað kom maður að nafni Denees að hitta mig, en hann rekur lítil samtök sem vinna með dalítum og tribal fólki fyrir utan bæinn. Hann hafði haft samband við mig nokkrum mánuðum fyrr og óskað eftir að hitta mig kom í ljós að hann hafði fengið netfangið hjá gömlum kunningja og kaþólskum presti í Madurai að nafni Jospeh Raj. Ræddum saman í góða stund áður en við ókum út úr bænum í nærri klukkutíma þar til við komum í lítið þorp þar sem Denees var með verkefni. Þar annaðist ungur bæklaður maður tuition center þar sem börn fá aðstoð við námið eftir að venjulegum skóladegi lýkur. Þessi tuition center er í raun bara veröndin við heimili hans og þar voru á þriðja tug barna að læra þegar við komum þar að. Einnig var konan hans starfandi í sjálfshjálparhópi kvenna á staðunum. Eftir smá fundarhöld fundum við flöt á því að ungir sjálfboðaliðar á vegum Múltikúlti gætu komið þangað í janúar og hjálpað til við kennsluna, auk þess sem þeir gætu komið með fræ og unnið við gróðursetningu í þorpinu og þorpunum í kring. Síðan heimsóttum við þorpsforingjann, sem bauðst til að hýsa sjálfboðaliða hjá sér, en húsið hans er eina húsið í þorpinu sem er með klósett. Denees var allur á iði á meðan allt þetta gekk á, hann hafði miklar innri mótstöður gegn því að setja útlendinga í þessar aðstæður. Helst vildi hann hafa þau á fínu hóteli á nóttinni og svo gætu þau gert eitthvað á daginn. Þetta er kjarninn í einu af helstu vandamálunum sem við höfum átt við að glíma með þetta verkefni; við erum að reyna að bjóða upp á venjulegt líf fólks á þessum stöðum en fólkinu finnst það ekki boðlegt, vilja bera sjálfboðaliðana á höndum sér, vera með hátíðamat upp á hvern dag og helst fara með þá um allt eins og sýningargripi. Sem betur fer hefur eitthvað áunnist í þessu frá því að við byrjuðum.
Morguninn eftir kom Denees á hótelið og við ræddum frekar saman en undir hádegið tók ég auto á rútustöðina og fann rútu á leið til Paramakudi á Ramanathapuram-svæðinu. Eins og hálftíma ferð kostaði 23 rúpíur, eða um 70 krónur. Fór ágætlega um mig fyrir utan að, vegna þess að Suður Indverjar eru flestir styttri en ég, var fótarýmið heldur þröngt. Í Paramakudi reyndust allar merkingar á tamílsku, þannig að ég skildi ekki neitt neins staðar en leiðbeiningarnar sem ég hafði voru nógu skýrar til þess að með smá aðstoð rataði ég tiltölulega auðveldlega á hótelið. Það var sólskin og vel heitt í Paramakudi og var ég orðinn vel sveittur þegar ég steig inn í loftkælt herbergið í Rasul Lodge.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll | Facebook
Eldri færslur
- Mars 2012
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.