5.8.2010 | 14:45
Kenía - júlí 2010, seinni hluti
Klukkan níu morguninn eftir kom Linet og átta aðrir helsta liðið í Nakuru. Við byrjuðum með fundi um ýmis mál tengd verkefnunum og svo hélt ég sama námskeiðið fyrir þau. Lukkaðist vel fínar umræður og varla hægt að ljúka námskeiðinu, fólk þurfti svo mikið að tjá sig.
Ég var mættur rétt fyrir átta á matatu-stöðina í Nakuru og tíu mínútum síðar var ég kominn af stað í Ten seater, sem er matatú með færri sætum en venjulegir matatúar (10 í stað 14) og því fer mun betur um mann. Ferðin til Nairóbí tók um tvo tíma og þegar ég kom í borgina skráði ég mig inn á hótel Brighton, skammt frá rútumiðstöðinni nálægt miðbænum. Verðið og staðsetning hvort tveggja mjög hentugt. Hringdi svo í Lucy í Little Bees, sem kom um tveimur tímum síðar. Við fundum matatú og fórum með honum á hjartaskurðlækningadeild Mater-sjúkrahússins. Erindið var að skoða mál Amosar litla, fjögurra ára drengs í Little Bee´s sem glímir við alvarlegan hjartagalla (vantar m.a. hjartahólf). Læknirinn sem hitti okkur kannaðist vel við mál Amosar. Hún sagði að það væri einstaklega erfitt og flókið mál og aðgerð ekki á færi lækna í Keníu. Hins vegar fengu þeir reglulega heimsóknir erlendra sérfræðinga sem önnuðust erfiðari skurðaðgerðir. Hún sýndi okkur umsögn læknis, sem hún sagði einn þekktasta hjartaskurðlækni Bandaríkjanna, um Amos. Hann taldi aðgerðina mjög erfiða og tímafreka og innan við 50% líkur á að hún tækist. Hann taldi sig því ekki geta réttlætt að gera hana þar sem hann gæti aðeins gert takmarkaðan fjölda aðgerða og önnur börn ættu betri líkur á árangri. Miðað við slíka umsögn þessa læknis, sagði hún, myndu aðrir læknar ekki leggja í aðgerð. Undirskriftin við umsögnina var dr. H Hennein og gúgglaði ég hann eftir að ég kom aftur á hótelið. Ég staðfesti að þetta er einn þekktasti skurðlæknir í Bandaríkjunum en líka að hann framdi sjálfsmorð í kringum síðustu mánaðamót eftir að hafa reynt að drepa konu sína. Eina sem virðist vera hægt er að gera fyrir Amos litla að sinni er að reyna að láta honum líða sem best og passa upp á heilsuna að öðru leyti og vona að eitthvað breytist í náinni framtíð. Á leiðinni heim á hótel labbaði maður upp að mér til að betla. Sagðist vera frá Simbabve og eiga hvergi höfði að halla. Ég hrökk í lás, maðurinn nokkuð skuggalegur, og arkaði frá honum inn í verslunarkjarna. Þar stoppaði ég og hugsaði málið. Undanfarna daga hafði ég verið í prógrammi í samskiptum. Prógrammið má e.t.v. taka saman í eftirfarandi setningu: Hvernig myndi sú manneskja sem mig langar til að vera bregðast við tilteknum aðstæðum? Ákvað að manneskjan sem mig langar að vera myndi gefa manninum smáræði fyrir mat en þegar ég kom aftur út var hann horfinn.
Um kvöldið, síðasta kvöldið í Keníu að þessu sinni, fór ég á Simmers og fékk mér að borða. Horfði á söng- og dansatriði og lenti á spjalli við hollenska fjölskyldu sem var á leið til Kisumu. Um leið og ég kynnti mig og sagðist vera frá Íslandi sagðist ég vona að þau hefðu ekki átt Icesave reikninga. Konan á rætur að rekja til Kisumu og eru þau með félag í Hollandi sem styður börn í skóla á svæðinu að mér skildist, ekki fjarri Korando. Ég gaf þeim því upp símanúmerið hjá Anne Lauren og við skiptumst á netföngum.
Síðasti morguninn í Nairóbí var rólegur, fékk mér morgunmat og lagði á mig langt rölt til að fá mér mjög gott kaffi en líka rándýrt (um 200 kr. ísl). Dundaði mér við að skrifa þetta blogg yfir kaffinu og rölti svo og tók strætó (City Hopper nr. 34) út á flugvöll. Hingað til hef ég alltaf tekið leigubíl en langaði að prófa strætóinn. Ég var kannski korteri lengur á leiðinni en ég reiknaði út að hann kostaði 1/35 af verði leigubílsins. Samansaumaður kreppu-Íslendingur á ferð.
Fékk nokkuð stórt þýðingarverkefni á flugvellinum í Nairóbí og með því að hafa skinið á skjánum í lágmarki tókst mér að vinna helminginn af ferðinni til Bombay. Býsna forvitnileg þýðing umfjöllun um tvö Disney verkefni: Ein lítil um Músíkönu, sem átti að vera framhald á Fantasíu og eitt stórt um Destínó,samvinnuverkefni Salvador Dalis og Walt Disneys sem þeir luku aldrei við sjálfir en var lokið nýlega. Einhvern veginn dettur manni ekki súrrealismi þegar maður heyrir minnst á Walt Disney. En ef grannt er skoðað í eldri teiknimyndum þá er ýmislegt mjög súrt þar ég man eftir fíladraumnum í Dúmbósem ég sá einhvern tímann með krökkunum mínum; bleikir fílar og nótnaborð sem leystust upp og annað álíka. Destínó er fimm mínútna teiknimynd sem hefur hlotið fullt af verðlaunum og er full af táknum og súrrealisma í anda Dalis.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Ferðalög, Lífstíll | Facebook
Eldri færslur
- Mars 2012
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.