23.3.2010 | 15:04
Skötuselurinn
Mörgum kann að þykja Samtök atvinnulífsins gera mikið veður út af skötuselsfrumvarpinu svonefnda. Það er auðvitað ljóst að LÍÚ stendur þarna að baki og þeir vita vel hvað er undir. Átökin um þetta frumvarp er hvorki meira né minna en fyrsta orrustan um hverjir muni eiga kvótann í framtíðinni - þjóðin eða nokkur fyrirtæki og einstaklingar. Fyrir okkur sem erum á móti núverandi skipulagi er auðvitað geysimikilvægt að skapa fordæmi, jafnvel þótt það snerti aðeins eina fisktegund - að búa til nýtt kerfi við hlið þess gamla svo fólk geti borið saman og hætti að taka núverandi kerfi sem sjálfgefið. Að sama skapa vita talsmenn útvegsmanna hve hættulegt slíkt fordæmi er þeirra hagsmunum og leggja því allt undir - þar með talinn stöðugleikasáttmálann þar sem hvergi er minnst á skötusel.
Færslan á kvótanum frá útvegsmönnum til þjóðarinnar er eitt mikilvægasta þjóðþrifamál um þessar mundir. Ég segi "frá útvegsmönnum" en í raun er eignin á kvótanum að miklu leyti hjá bönkunum eftir braskið um árið og þ.a.l. í höndum erlendra kröfuhafa sem eignuðust stærsta hlutann í þeim. Nú ríður á að stjórnin stígi fast niður - hún er með lýðræðislegt og siðferðilegt umboð til þess!
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 15:10 | Facebook
Eldri færslur
- Mars 2012
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.