Færsluflokkur: Heilbrigðismál
9.3.2011 | 18:55
Í tilefni Alþjóðlega kvennadagsins
Í gær fagnaði heimurinn Alþjóðlega kvennadeginum, en fjölskylda Salapei L. syrgði. Salapei dó um miðjan janúar síðastliðinn vegna þess að hún var ófrísk, fátæk og úr fjarlægu þorpi í Trukana í Keníu þar sem vélknúin farartæki eru ekki á hverju strái og vegir standa varla undir nafni. Næsta heilsugæsla er í 20 kílómetra fjarlægð og næsta sjúkrahús 100 kílómetra í burtu. Nýfætt ungabarn mun nú alast upp móðurlaust. Eiginmaður hennar sagði frá því sem gerðist: Átta tímum eftir að hríðir hófust hjá Salapei gerði hún sér grein fyrir að ekki var allt með felldu og bað eiginmann sinn að fara með sig á sjúkrahúsið. Þau voru fjóra daga á leiðinni í miklum hitum og þjáðust af hungri og þorsta vegna þess að vörubíllinn sem þau ferðuðust með var sífellt að bila. Að lokum tókst þeim að leigja einkabifreið sem kom þeim loks á svæðissjúkrahúsið þar sem læknirinn framkvæmdi keisarauppskurð. Henni blæddi ákaft. Læknirinn var ágætlega menntaður og ákveðinn í að reyna að bjarga lífi konunnar en á sjúkrahúsinu var ekki að finna nein lyf til að stöðva blæðingar. Eiginmaðurinn varð því að ganga einn kílómetra í lyfjaverslun til að kaupa lyfin. Salapei var látin þegar hann sneri aftur. Á þessu ári munu nærri 8.000 kenískar konur og stúlkur láta lífið vegna meðgöngu, fæðingar eða eftir fæðingu, samkvæmt heimildum WHO. Þýtt úr Daily Nation.
Eldri færslur
- Mars 2012
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar