„Það er morðingi í stofunni“

„Það er morðingi í stofunni“, sagði lítil stúlka af kikiyu-ættbálki við móður sína þegar hún heyrði aðra litla stúlku af tala mál katenjin-ættbálksins við móður sína inni á hárgreiðslustofu í Nakuru í Kenía. Hún var nýkomin inn og ætlaði í klippingu en sneri við og hefur ekki komið aftur á þessa hárgreiðslustofu. Fólk af katenjin-ættbálkinum hafði brennt hús hennar og myrt ættingja hennar í ofbeldisöldunni sem gekk yfir Kenía eftir kosningarnar um síðustu áramót. Þetta er ein af þeim sögum sem ég heyrði á sjálfboðaliðanámskeiði sem ég hélt í Kisumu í Kenía um miðjan september. Umræðuefnið var andofbeldi, heimspeki þess og aðferðarfræði. Hluti af því felst í að fólk segir frá reynslu sinni af ofbeldi. Flestar sögurnar voru mun verri, fólk hafði ótrúlegar sögur að segja, en einhverra hluta vegna sat þessi í mér. Sú sem sagði frá rak hárgreiðslustofuna, hún er ung kona með sem hefur þurft að ganga í gegnum ýmislegt. Sem unglingur stundaði hún vændi um langa hríð til þess að framfleyta yngri systkinum og þurfti að þola margvíslegt ofbeldi, en vinnur nú í sjálfboðavinnu við að hjálpa stúlkum sem eru í svipaðri aðstöðu og hún var.

Nokkrum dögum síðar heimsótti ég Little Bees-skólann í „slömmi“ í Nairobi, en systir mín og móðir hafa safnað fé til að byggja upp skólann sem hefur gerbreytt ásýnd nánasta umhverfis hans. Þegar við vorum að ganga frá Little Bees sagði forstöðukonan, Lucy, mér hvaða götur hefðu tilheyrt hvaða ættbálki: „Þessi gata tilheyrði Kikyum, þessi Luo,“ o.s.frv. Fjöldi fólks var drepinn á þessum götum þegar það neyddist af einhverri ástæðu til að fara um svæði andstæðinganna. Á götunum var iðandi mannlíf fólks af öllum ættbálkum – undarleg tilhugsun að fyrir 8-9 mánuðum skildi þetta sama fólk hafa verið að reyna að drepa hvert annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Úff hvað maður býr í vernduðu umhverfi hérna á norðurhjaranum. Get ekki annað en þakkað fyrir það, ég myndi deyja af hræðslu fyrir hádegi við svona aðstæður. Sá einmitt í Krótatíu hús alsett skotgötum, bara venjuleg blokk eins og Norðurbænum....  Ég velti því oft fyrir mér hvað það er sem gerist innra með fólki sem getur gengið um og drepið nágranna sína...     

En svo verður maður að hugsa um eitthvað fallegt eins og blóm í sólglampandi snjó...

Bestu kveðjur til ykkar allra Kjartan

Ragnhildur Jónsdóttir, 3.10.2008 kl. 17:40

2 Smámynd: Bullukolla

Óþolinmóða ég bíð enn eftir fleiri sögum úr heimi sem mig langar að heimsækja.

Bullukolla, 7.10.2008 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kjartan Jónsson
Kjartan Jónsson
Höfundur starfar við íslenskukennslu og þýðingar. Auk þess stundar hann ýmis félagsstörf, sjá multikulti.is

Nýjustu myndir

  • DSC00594
  • DSCN2508
  • ...img_0395
  • ...dsc02790
  • ...dsc02765

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 10229

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband