Um hlutverk forsetans

Ég man eftir því, fyrir rúmlega tveimur áratugum þegar ég las stjórnarskrána í fyrsta sinn, að lýsingin á hlutverki forseta kom mér spánskt fyrir sjónir. Það var eins og að hafa talið sig vera að horfa á leikritið Skugga Svein og uppgötva svo skyndilega að handritið var Íslandsklukkan eða eitthvað annað leikrit. Lýsingin var af töluvert pólitískara hlutverki en ég hafði vanist að sjá í verki; forseti getur lagt fram frumvörp, skipað ráðherra og embættismenn, svo eitthvað sé nefnt. En svo er klikkt út með því að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt, sem er ákveðin þversögn í sjálfu sér.

Nú hef ég ekki miklar skoðanir á því hvert hlutverki forsetans í stjórnsýslunni á að vera - mér hefur hingað til þótt það helst hafa mótast af löngun fólks til að hafa konung til að klippa á borða og halda hátíðarræður. Kosningar til forseta hafa mér þótt frekar vandræðalegar – til hvers var forseti að sækja lýðræðislegt umboð til fólksins ef hann var í raun valdalaus „gaukur í klukku“ eins og Bubbi orðaði það – umboð til hvers? Núverandi forseti braut blað í sögunni með því að nota og virkja málskotsréttinn fræga. Ég man eftir umræðunni í tengslum við framboð Sigrúnar Þorsteinssonar til forseta, árið 1988, sem hafði sem sitt helsta baráttumál að virkja málskotsréttinn – flestir lögspekingar töldu hann þá óvirkan eða jafnvel ónýtan. Ég vil að fólkið í landinu geti sjálft knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mál, ef nógu margir fara fram á slíkt. Þar með verður aukaatriði hvort forseti hafi slíkan málskotsrétt.

Ég held þó að andstaða almennings við að leggja niður forsetaembættið yrði of mikil og því þarf að finna skilgreiningu og skipan á því sem er sjálfri sér samkvæm - forseti Íslands getur verið sameiningartákn og rödd samvisku þjóðarinnar - en valdamikill verður hann ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kjartan Jónsson
Kjartan Jónsson
Höfundur starfar við íslenskukennslu og þýðingar. Auk þess stundar hann ýmis félagsstörf, sjá multikulti.is

Nýjustu myndir

  • DSC00594
  • DSCN2508
  • ...img_0395
  • ...dsc02790
  • ...dsc02765

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband